Erlent lögreglulið í næsta húsi við flóttafólkið

Blaðamaður Samstöðvarinnar ræddi við  Mustafa Shal Achmed frá Bagdad utan við flóttamannabúðirnar í Flatahrauni í dag en hann hefur búið á Íslandi í fimm ár eða frá árinu 2018, verið með bráðabirgðakennitölu og tímabundið atvinnuleyfi.  Hins vegar hafa vinnumálastofnun farið að draga lappirnar með allskyns afsakanir undanfarið um að geta ekki endurnýjað atvinnuleyfið, prentarinn bilaður og hitt og þetta að,  og að endingu var hann kallaður til viðtals í Domus.  Í kjölfarið var honum vísað úr landi og gert að dvelja í Flatahrauni þar til hann kæmist heim aftur.  

Mustafa er ekki flóttamaður með réttarstöðu í öðru Shengen landi og því er honum gert að fara aftur til Íraks sem ekki er hægt með beinu flugi héðan.  Hann er því beinlínis fastur hér á Íslandi, á götunni og án atvinnu og er því að íhuga hvort hann eigi að finna sér tjald.  

Mustafa segir að flóttafólkið í húsinu sé á bilinu 20 til 30 manns en fólki sé kastað út reglulega til að rýma fyrir nýju fólki.

Það heyri þó til tíðinda að í húsinu vinstra megin er útlendingastofnun til húsa en húsið hægra megin er autt og hafa þar aðsetur erlendir lögreglumenn sem eiga að vera íslensku lögreglunni til aðstoðar þegar eiga á við flóttafólk að sögn Mustafa.  Hann veit þó ekki hvort þetta séu Frontex liðar eða Interpol en þetta séu óeinkennisklæddir lögreglumenn.   Flóttafólkið í búðunum sé því nokkuð umkringt og vissulega sé það hrætt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí