Evrópuráð gagnrýnir Danmörk fyrir að gera ekkert til að koma í veg fyrir spillingu

Evrópuráðið gagnrýnir Danmörk enn einu sinni fyrir að gera ekkert til þess að koma í veg fyrir spillingu í nýrri skýrslu.

Það er Greco, stofnun innan Evrópuráðsins sem hefur eftirlit með spillingu, sem gefur út skýrsluna.

Ekki er hægt að segja að niðurstöður skýrslunnar muni koma ráðamönnum Danmerkur mikið á óvart, en skýrslan ítrekar að þessi gagnrýni nær alveg aftur til ársins 2014. Ríkisstjórn Danmerkur hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til þess að gera neitt í þeim ábendingum sem ítrekað hefur verið bent á að landið ætti að gera í þeim tilgangi að koma í veg fyrir spillingu í stjórnkerfi landsins. Skýrslan ítrekar því bara sömu ábendingar og áður, og gagnrýnir Danmörk fyrir að gera ekkert í málunum.

Ábendingarnar snúa að hlutum eins og réttarkerfinu og ráðningu dómara. Einnig er hvatt til þess að danskir stjórnmálamenn verði skyldaðir til þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín. Danmörk tók þó þessa ábendingu frá 2014 þó að einhverju leyti til sín og gerði eitthvað í málinu, en árið 2015 var komið á þeirri kröfu að danskir þingmenn þyrftu að upplýsa um viðskiptatengsl sín. Afleiðingarnar fyrir að gera það ekki eru þó ekki aðrar en þær að þeir þingmenn sem ekki gera það fara á lista yfir þingmenn sem ekki hafa gert það. Skýrslan hvetur Danmörk til þess að ganga lengra í þessum málum.

Önnur helsta gagnrýni Greco snýr að almennum siðareglum danskra stjórnmálamanna. En þær eru ekki til, og hvetur skýrslan því Danmörku enn og aftur til þess að setja slíkar reglur.

Danmörk er eitt af sex löndum sem Greco hefur sett á lista yfir lönd sem ekki fylgja tillögum þeirra í spillingarmálum. Hin eru Bosnía og Hersegóvína, Moldóva, Pólland, Tékkland og Tyrkland.

Er Danmörk landið með minnsta eða mesta spillingu?

Þessi áfellisdómur skýrslu Greco stingur þó svolítið í stúf við niðurstöður annarra alþjóðlegra eftirlitsstofnana í spillingarmálum. Samkvæmt Transparency International í ár var Danmörk í fyrsta sæti þegar kom að löndum með minnsta spillingu. Er það fimmta árið í röð sem Danmörk toppar þann lista.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí