Fjárfestar kættust við skýrslu matvælaráðherra

Gengi þeirra íslensku sjávarútvegsfyrirtækja sem skráð eru á markað hækkuðu á þriðjudag, daginn sem matvælaráðherra kynnti niðurstöður verkefnisins „Auðlindin okkar“ sem hugmynd stjórnvalda er að verði grundvöllur sáttar um sjávarútveginn.

Bréf í Brim hf. seldust fyrir 78,80 krónur á mánudag en 80 krónur á þriðjudag. Bréf Iceland Seafood International hf. hækkaði úr 6 í 6,05 krónur. Gengi bréfa Síldarvinnslunnar hf. hækkuðu raunar þegar yfir undanfarandi helgi, úr 112,50 í 113 krónur og stóðu þar í stað milli daga, þegar skýrslan birtist. Þessi hækkun á gengi fyrirtækjanna hefur ekki gengið til baka nú tveimur dögum síðar.

Gengi allra félaganna hafði heldur leitað niður á við fram að því. Hækkunin milli daga er ekki veruleg en má að minnsta kosti hafa til marks um að skýrslan hafi ekki skotið fjárfestum og eigendum sjávarútvegsfyrirtækja skelk í bringu um afkomu sína. Það er í samræmi við allt sem hingað til hefur komið fram í umfjöllun Samstöðvarinnar. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að aflamarkskerfinu, núverandi kvótakerfi, verði í grundvallaratriðum haldið óbreyttu. Þá er lagt til að rennt verði stoðum undir lagalega skilgreiningu kvóta sem einkaeignar með stjórnarskrárákvæði.

Efst á blaði þeirra breytinga sem ráðherra boðar er aukið gagnsæi í greininni og umhverfisvernd, einkum í þágu vistkerfa sjávar, sem hvort tveggja má líta á sem opinbera þjónustu við iðnaðinn sjálfan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí