Fundi hjálparsamtaka og stjórnvalda frestað fram á miðvikudag

Samráðsfundi 23 hjálparsamtaka og fulltrúa ríkisstjórnarinnar sem fyrirhugaður var í dag, mánudag, vegna þeirrar mannúðarkrísu sem upp er komin eftir gildistöku nýbreyttra Útlendingalaga, var frestað fram á miðvikudag, vegna annarra fyrirliggjandi funda Vinstri grænna. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV á sunnudag, og virtist mega skilja sem svo að frestunin væri til komin af því Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, væri með fullbókaða dagskrá framan af vikunni.

Hjálparsamtökin sögðust í yfirlýsingu í liðinni viku harma það að ekki hafi verið tekið tillit til varúðarorða hvað varðaði úthýsingu flóttafólks á götuna áður en lögin voru samþykkt en þau draga einnig í efa að framkvæmdin standist þær mannréttindaskuldbindingar sem innlend stjórnvöld hafa undirgengist.

Samtökin eru: Barnaheill, Biskup Íslands, FTA – félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, Geðhjálp, GETA hjálparsamtök, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, No Borders, Prestar innflytjenda, Þjóðkirkjunnni, Rauði krossinn á Íslandi, Réttur barna á flótta, Samhjálp, Samtökin 78, Solaris, Stígamót, UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, W.O.M.E.N. – samtök kvenna af erlendum uppruna, Þroskahjálp, ÖBÍ – heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí