23 hjálparsamtök sameinast í baráttu gegn mannúðarkreppu ríkisstjórnarinnar

Tuttugu og þrjú hjálparsamtök hafa komið sér saman um að berjast gegn þeirri mannúðarkreppu sem stjórnvöld hafa nú boðað til með innleiðingu nýju útlendingalaganna á sama tíma og yfirvöld kasta frá sér allri ábyrgð.

Málið snýst um að flóttafólk sem hefur fengið synjun á umsóknir sínar um vernd hér á landi, jafnvel eftir áralanga bið fær 30 daga frest í búsetuúrræði á vegum útlendingastofnunar sem er tíminn sem það á að koma sér sjálft úr landi og á vera samvinnufúst. Ef það uppfyllir ekki þau skilyrði er því vísað á götuna í orðsins fyllstu merkingu.

Samband Íslenskra sveitarfélaga hafnar allri aðkomu að málinu umfram það sem lögin segja til um og ríkisstjórnin telur ýmist allt vera eins og til var ætlast eða að sveitarfélög megi bregðast við í ákveðnum tilfellum. Ríki og sveitarfélög eru því ósammála um túlkun laganna.

Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir gekk svo langt að segja í viðtali við RÚV í gær að það yrði óhjákvæmilegt að gera fleiri heimilislausa.

Sema Erla Serdar hefur verið ötul í að upplýsa fólk um stöðuna á Instagram aðgangi sínum en haft er eftir henni á Samstöðinni í gær „Forréttindafólkið með völdin hittist í kaffi og kruðerí til þess að keppast um hver færi með sterkustu rökin fyrir fyrir því að bregðast ekki við. Þau sannfærðu hvort annað um að best væri að gera ekki neitt. Halda áfram að svelta varnarlaust fólk til hlýðni. Þau héldu svo áfram með daginn sinn, fóru svo í helgarfrí, heim í hlýja húsið sitt, til þess að njóta, borða og sofa.”

sjá: „Djöfull megið þið skammast ykkar!“ segir Sema Erla við ráðamenn sem gætu brugðist við en gera það ekki

Hjálparsamtökin tuttugu og þrjú sendu frá sér fréttatilkynningu og hafa boðað til samráðsfundar á næsta mánudag þar sem skorað er á stjórnvöld að mæta til fundarins og taka þátt í samtalinu. Þau lýsa þungum áhyggjum af stöðunni eins og hún blasir við. Fólk úr ýmsum þessara hjálparsamtökum hafa rúntað um bæinn í leit að flóttafólki sem sumt hefur hafist við í tjöldum eða jafnvel gjótum úti í Hafnarfjarðarhrauni.

Þau segjast í yfirlýsingu sinni harma það að ekki hafi verið tekið tillit til varúðarorða hvað varðaði úthýsingu flóttafólks á götuna áður en lögin voru samþykkt en þau draga einnig í efa að framkvæmdin standist þær mannréttindaskuldbindingar sem innlend stjórnvöld hafa undirgengist.

Fundurinn á mánudaginn verður haldinn kl. 17:00 í sal Hjálpræðishersins á Suðurlandsbraut 72. en stjórnvöld hafa enn ekki boðað komu sína opinberlega.

Samtökin eru: Barnaheill, Biskup Íslands, FTA – félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, Geðhjálp, GETA hjálparsamtök, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, No Borders, Prestar innflytjenda, Þjóðkirkjunnni, Rauði krossinn á Íslandi, Réttur barna á flótta, Samhjálp, Samtökin 78, Solaris, Stígamót, UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, W.O.M.E.N. – samtök kvenna af erlendum uppruna, Þroskahjálp, ÖBÍ – heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi

Myndin er af húsi Hjálpræðsihersins þar sem fundurinn verður á mánudaginn. Á myndinni eru merki sumra af félögunum 23.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí