Íbúar smábæjar í Austurríki loka göngum til að mótmæla fjöldaferðamennsku

Um hundrað íbúar bæjarins Hallstatt í Austurríki komu saman til mótmæla á sunnudag og lokuðu í fimmtán mínútur vegagöngunum sem eru meginæð bílaumferðar í bæinn. „Neyðarbremsu núna!“, „Róttæk mörk á fjöldaferðamennsku!“ og „Endalok heimsmenningar“ voru meðal slagorða sem lesa mátti á skiltum mótmælenda.

Mótmæli snúast, eins og slagorðin gefa til kynna, gegn umfangi ferðamennsku í bænum. Íbúafjöldi Hallstatt er 700. Bærinn er hins vegar á heimsminjaskrá UNESCO og hefur auk þess á síðustu árum verið vettvangur vinsælla kvikmyndafrásagna. Nú, á hápunkti vertíðarinnar, heimsækja hann allt að 10 þúsund ferðamenn á dag.

Ferðaiðnaðurinn hefur verið bænum gjöfull, efnahagslega, en mótmælendur segja að gestirnir séu orðnir of margir til að þar sé lífvænlegt fyrir íbúa.

Spjótum sínum beina mótmælendur einkum að því fólki sem kemur til bæjarins í stórum hópum í dagsferðir. Þau krefjast þess að sett verði hámark á fjölda ferðamanna, og bann við rútuferðum til bæjarins eftir klukkan fimm síðdegis.

Salzburger Nachrichten greindi frá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí