Mogginn hjólar í Þórdísi fyrir leyndarhyggju og að þora ekki að rökstyðja ákvarðanir

Morgunblaðið segir varaformanni Sjálfstæðisflokksins, Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, til syndanna í leiðara blaðsins í dag. Svo virðist sem vaxandi óánægja sé með störf hennar innan Sjálfstæðisflokksins enda mjög sjaldgæft að Morgunblaðið gagnrýni á nokkurn hátt Sjálfstæðismenn. Það má teljast nokkuð víst að Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, skrifi ekki leiðarann enda skrif hans yfirleitt ruglingsleg og torlesin.

Morgunblaðið gagnrýnir Þórdísi sérstaklega fyrir leyndarhyggju og segir að svo virðist sem það sé orðin regla hjá henni að taka ákvarðanir án þess að svara fyrir þær. „Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina en til hans var ljóslega boðað til þess að stilla strengi eftir átakasumar á stjórnarheimilinu og leggja flokkslínuna fyrir veturinn, sem við blasir að verður ekki áreynslulaus. […] Athygli vakti að tillaga, sem laut að bókun 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, náði ekki fram að ganga. Flokksráðsfundurinn vildi þannig ekki snupra Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur varaformann flokksins, en hún ákvað sem utanríkisráðherra að snúa við blaðinu um afstöðu Íslands til gildis bókunar 35,“ segir í leiðara Morgunblaðsins en ekki verður betur séð en að sá sem heldur um penna hafi verið viðstaddur flokksráðsfundinn.  

„Þar leiddi flokksráðið hjá sér efnislega umræðu um málið, sem snertir fullveldi landsins með beinum hætti, en vandræðin við bókun 35 stafa ekki síst af því að varaformaður flokksins, utanríkisráðherrann, hefur ekki heldur rætt málið efnislega, rökstutt hvers vegna Ísland hafi umyrðalaust fallið frá afstöðu sinni til þriggja áratuga. Það er bagalegt, en verra fyrir það að þetta virðist vera orðin regla hjá utanríkisráðherranum, sem ákvað án minnsta rökstuðnings að falla frá hagsmunagæslu vegna losunarheimilda skipaflota þessa eyríkis og lokaði sendiráði Íslands í Rússlandi að því er virðist vegna frosins kjúklings. Það er ekki óhugsandi að málefnaleg rök megi finna fyrir þeim ákvörðunum en þau hafa ekki verið leidd fram. Stjórnmálin eru ætluð til þess að ráða ráðum þjóðarinnar um slík mál, ekki aðeins til þess að hlýða á það sem ráðuneytið vill helst kunngjöra,“ segir í leiðaranum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí