Landsmenn fyrst og fremst íslenskir ríkisborgarar og verkafólk frá Austur-Evrópu

Landsmenn voru 395.280 í byrjun ágúst og hafði fjölgað um 8.109 frá 1. desember í fyrra. Þetta er 2,1% fjölgun á átta mánuðum. Fjölgunin í ár er meiri en í fyrra og er eins og þá drifin af innflutningi verkafólks til að sinna ferðafólki. Með sama áframhaldi má reikna með að landsmenn verði 400 þúsund í desember.

Erlendir ríkisborgarar eru orðnir 18% landsmanna. Af þeim rúmlega 19 þúsund manns bæst hafa við landsmenn síðan 1. desember 2021 eru 85% erlendir ríkisborgarar en 15% íslenskir ríkisborgarar. Það er auðvitað ekki líklegt að þessi mikla fjölgun haldi áfram mörg ár í viðbót. En ef við gerum ráð fyrir því verða erlendir ríkisborgarar yfir 20% landsmanna haustið á næsta og yfir 25% í árslok 2026.

Fjölgun kemur fyrst og fremst frá löndum Austur Evrópu. Ríkisborgarar frá þessum löndum er í dag 11,5% landsmanna. Til samanburðar eru ríkisborgarar frá löndum Vestur-Evrópu 2,3 landsmanna. Íslendingar og aðrir ríkisborgarar Evrópu eru 95,8% landsmanna.

Hér má sjá þau tuttugu lönd sem hafa flesta ríkisborgara á Íslandi.

SætiRíkisfangFjöldiHlutfall landsmanna
1Ísland324.03082,0%
2Pólland25.1656,4%
3Litháen5.5631,4%
4Rúmenía4.2591,1%
5Úkraína3.4190,9%
6Lettland2.9530,7%
7Spánn1.9150,5%
8Þýskaland1.9070,5%
9Portúgal1.8410,5%
10Venesúela1.3390,3%
11Filippseyjar1.3150,3%
12Króatía1.2220,3%
13Bretland1.2120,3%
14Ítalía1.1200,3%
15Tékkland1.1110,3%
16Frakkland1.0630,3%
17Bandaríkin1.0620,3%
18Danmörk9250,2%
19Ungverjaland8930,2%
20Víetnam7820,2%

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí