Miðstjórn ASÍ skorar á stjórnvöld að sýna mildi og mannúð gagnvart flóttafólki

Flóttafólk 16. ágú 2023

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að flóttafólk í sérstaklega berskjaldaðri stöðu, eins og t.d. þolendur mansals, sé sent út á götuna, svipt allri þjónustu og ekki gefinn kostur á að sjá sér farborða í íslensku samfélagi.

Með því að útiloka flóttafólk frá samfélagslegri þjónustu eykst hætta á að viðkomandi sæti misneytingu sökum jaðarsetningar og allsleysis. Algjörri útskúfun úr samfélagi manna fylgja margvíslegar aðrar hættur og ógnir við líf og velferð þeirra sem lögin segja verðskulda svo ómannúðlega meðferð.

Miðstjórn minnir á að umrætt flóttafólk hefur iðulega dvalið árum saman hér á landi þar sem kerfi ríkisvaldsins hafa ekki ráðið við að tryggja eðlilegan málsmeðferðarhraða né sjá til þess að til staðar sé öruggur móttökustaður. Með því móti hefur íslenska ríkið tekið á sig ábyrgð á lífi og velferð þessa fólks og frá þeirri ábyrgð getur ríkisvaldið ekki hlaupist nú.

Verkalýðshreyfingin sem stærsta mannréttindahreyfing í heimi getur ekki setið hjá í málum sem þessu. Miðstjórn ASÍ skorar á stjórnvöld að standa undir ábyrgð sinni og taka á þeim áskorunum sem við blasa í málaflokknum með mannúð og mildi að leiðarljósi.

Frétt af vef Alþýðusambandsins

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí