Búið og gert að slíta viðskiptum við Íslandsbanka: „Þessi brot þurfa að hafa afleiðingar“

Samstöðin var fyrst með þá frétt fyrr í dag, föstudag, að ASÍ hafi í hyggju að slíta viðskiptum við Íslandsbanka, rétt eins og tilkynnt var í morgun að stjórn VR hefði ákveðið. Annar áreiðanlegur heimildamaður hefur nú staðfest að þetta séu ekki aðeins áform heldur hafi ákvörðunin þegar verið tekin á miðstjórnarfundi ASÍ sl. miðvikudag, 16. ágúst. Þar hafi Vilhjálmur Birgisson borið upp tillögu þessa efnis, sem fundurinn samþykkti: ASÍ muni slíta viðskiptum við Íslandsbanka og leita tilboða annars staðar.

Tilefnið má ætla að sé það sama og formaður VR hefur lýst: að forystu verkalýðshreyfingarinnar þyki viðbrögð bankans við þeim lögbrotum sem framin voru við sölu á hlutum bankans ekki fullnægjandi. „Þessi brot þurfa að hafa afleiðingar“ sagði Ragnar Þór í samtali við blaðamann.

Ekki hefur enn náðst í forseta ASÍ í tilefni þessara tíðinda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí