ASÍ hyggst einnig slíta viðskiptum við Íslandsbanka

Samstöðin hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að ASÍ hyggist fylgja í fótspor VR, sem tilkynnti nú á föstudagsmorgun að félagið muni slíta viðskiptum við Íslandsbanka, þar sem viðbrögð bankans við lögbrotum við sölu á hlutum í bankanum hafi ekki verið fullnægjandi. Ekki náðist í forseta ASÍ við vinnslu fréttarinnar.

Í fréttatilkynningu VR nú í morgun segir að stjórn félagsins hafi ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og leita tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Þar er vísað til fyrri yfirlýsingar stjórnarinnar, frá 29. júní sl, þar sem kallað var eftir því að „stjórn bankans og það starfsfólk sem ábyrgð ber á lögbrotum axli þá ábyrgð og biðji þjóðina afsökunar á háttsemi sinni.“

Þessi brot þurfa að hafa afleiðingar

„Þarna eru enn starfsmenn sem tóku þátt í þessum lögbrotum,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við blaðamann um ákvörðun síns félags. „En stærsta atriðið er kannski að þessi háttsemi og þessi brot þurfa að hafa afleiðingar. Það hefur verið lenska í okkar samfélagi að þegar fyrirtæki brjóta af sér – ég nefni fjölda af samkeppnislagabrotum sem hafa verið afgreidd með himinháum sektum þrátt fyrir að einstaklingar innan fyrirtækjanna beri ábyrgð á þeim. Þar bera neytendur alltaf kostnaðinn. Það er kominn tími til að samfélagið, og félagasamtök eins og VR, stígi fast til jarðar, þegar svona gerist, og sýni í verki að þessi háttsemi hafi afleiðingar. Það er það sem við erum að gera.“

Ragnar Þór bætti við: „Það er ekki von á að það breytist nokkuð, og það hefur ekki mikið breyst, því miður, frá Hruni. Að ef við sýnum ekki í verki að þessi háttsemi og svona brot hafi raunverulegar afleiðingar, þá er ekki von á miklum breytingum, ef stjórnvöld komast sífellt upp með að brjóta af sér, svo eru það fyrirtækin sem borga sektir, og málið dautt. Svo er öllu fögru lofað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálakerfið þarf að líta í eigin barm. Maður hefði haldið að æðstu stjórnendur bankans væru mjög vel upplýstir um leikreglur markaðarins. Hvað þykir í lagi og hvað ekki. Vegna þess að ég veit það fyrir víst að almennt starfsfólk fjármálafyrirtækja, almennt starfsfólk Íslandsbanka sem við erum í miklum samskiptum við, það þarf að fylgja gríðarlega stífum reglum, sem eru settar af eftirlitsaðilum og löggjafanum. Og sömuleiðis stjórnendum. Sem síðan þverbrjóta þær sjálfir.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí