Neytendasamtökin segja lækningu Seðlabankans verri en sjúkdóminn sjálfan

Neytendur 24. ágú 2023

Stjórn Neytendasamtakanna harmar nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans og telur að hún muni koma harðast niður á þeim sem síst skyldi. Telur stjórnin ótækt að umsvif í atvinnulífinu og góð afkoma fyrirtækja bitni á neytendum í formi hárra stýrivaxta, sem eru nú tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Vissulega þarf að ná verðbólgunni niður en stýrivextir hafa lítið að segja í baráttu við verðbólgu sem á rætur sínar að rekja til arðsemiskrafna fyrirtækja og aðgerðarleysis stjórnvalda. Stjórnvöld hafa fjölmörg önnur tæki og tól til að takast á við verðbólguna en hafa kosið að sitja hjá.

Fjölmargir hafa haft samband við Neytendasamtökin vegna kostnaðarhækkana frá því verðbólgan fór að láta á sér kræla. Neytendasamtökin hafa þó að undanförnu orðið vör við að nýr hópur skjólstæðinga, launþegar á besta aldri, leiti til samtakanna vegna kostnaðarkreppunnar. Róðurinn er að þyngjast hjá neytendum. Stjórn Neytendasamtakanna bendir á að ruðningsáhrif vaxtahækkananna reynast venjulegu fólki verri en verðbólgan sem stýrivextirnir eigi að taka á. Lækning Seðlabankans er verri en sjúkdómurinn sjálfur.

Frétt af vef Neytendasamtakanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí