Pramminn Bibby Stockholm rýmdur fjórum dögum eftir að vart varð við banvæna bakteríu

Verktakar breska innanríkisráðuneytisins voru látnir vita af því að bakterían sem veldur hinum banvæna sjúkdómi legionella eða hermannaveiki hefði greinst um borð í prammanum Bibby Stockholm, mánudaginn 7. ágúst síðastliðinn, það er daginn sem umsækjendur um alþjóðlega vernd voru fyrst fluttir um borð í prammann. Pramminn var þó ekki rýmdur fyrr en fjórum dögum síðar.

„Niðurstöður greiningarinnar komu til baka á mánudag. Hvers vegna voru umsækjendurnir ekki fluttir af prammanum samstundis? Þetta er allt heldur óreiðukennt. Fljótfærnislegar ákvarðanir hafa stefnt fólki á prammanum í hættu,“ hafði The Guardian eftir Carralyn Parkes, sem situr í bæjarráði Portland, þar sem pramminn er staðsettur.

Bakterían, sem getur valdið banvænum veikindum, fannst í vatnsleiðslum sem ekki höfðu verið í notkun um hríð. Fólkið sem var flutt um borð í prammann nýverið var það fyrsta til að nota sturtur og hreinlætisaðstæðu um borð í nokkurn tíma, segir í frétt Guardian, án vitundar um sýkingarhættuna sem því fylgdi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí