Segir breytt útlendingalög grimm og brjóta gegn sáttmálum Sameinuðu þjóðanna

„Það er mikilvægt að færa umræðuna um flóttafólk á annað plan og leiðrétta allar þær rangfærslur um flóttafólk sem dreift er á netinu. Í grunnin er flóttafólkið ekki vandamálið. Stefna íslenskra stjórnmála sem heldur út sveltistefnu gegn fátækum er vandamálið,“ skrifar Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá Sameinuðu Þjóðunum, í lokaorðum greinar á Samstöðinni þar sem hún hrekur margt af því sem dregið hefur verið upp af ráðherrum og öðrum sem ógn og vanda í tengslum við flóttafólk.

Í greininni fer Helen yfir fullyrðingar um að við ráðum ekki við að taka við flóttafólki, að flóttafólk taki vinnu af innfæddum, að flóttafólk fremji glæpi og að flóttafólk fái allt upp í hendurnar á meðan öryrkjar og aldraðir fá ekkert. Og kemst að því að fátt sé hæft í þessum fullyrðingum.

Helen gagnrýnir sérstaklega afleiðingar af breytingum á útlendingalögunum í vor. „Það var búið að vara stjórnvöld við afleiðingunum. Séra Toshiki Toma benti réttilega á að nýja stefnan gæti framleitt götufólk sem enduðu í tjaldbúðum svipuðum þeim og er að finna í Calais í Frakklandi. Lögin eru ekki bara grimm aðför að varnarlausu fólki heldur brjóta þau hreinlega í bága við hina ýmsu sáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Það er mér óskiljanlegt hvernig þrír stjórnmálaflokkar gátu innleitt slíka grimmd, þar sem varnarlausum konum er vísað á götuna, sér í lagi á meðan forsætis- og utanríkisráðherra koma fram á erlendri grundu í nafni lýðræðis og mannréttinda,“ skrifar Helen.

„Stjórnvöld hafa sennilega lesið pólitíska stöðu sína svo að kjósendur væru fylgjandi þessari grimmd. Kannski er það að hluta til rétt. Umfjöllun um hælisleitendur á kommentakerfunum einkennist af heift, rasisma og og ranghugmyndum um flóttafólk. Aldurshópurinn er reyndar oftar en ekki í eldri kantinum sem gefur mér von um að yngri kynslóðir séu húmanískari í sinni afstöðu gagnvart flóttafólki og framandi menningu en það breytir því ekki að umræðan um flóttafólk á Íslandi í dag er á mjög lágu og ógeðfelldu plani. Nýverið var í dreifingu færsla þar sem því var haldið fram að Ísland tæki við miklu fleira flóttafólki en Danmörk. Þeir sem dreifðu þessum áróðri tóku Úkraínumenn inn í tölurnar á Íslandi en ekki í Danmörku sem skekkti myndina allverulega og stóðst enga skoðun en þetta var nóg til að gera allt vitlaust í kommentakerfunum og auka andúð fólks á flóttafólki,“ skrifar Helen.

Grein hennar má lesa hér: Ranghugmyndir um flóttafólk og pólitísk leiksýning

Við ræðum við Helen í þætti Rauða borðsins í kvöld, biðjum hana að svara fullyrðingum þeirra sem málað hafa stöðuna í málefnum hælisleitenda sem stjórnlausa, en Helen hefur margra ára reynslu af starfi aðp flóttamannamálum víða um heim.

Myndin er samsett, af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Blessing Newton flóttakonu frá Nígeríu fyrir utan stjórnarráðið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí