Stéttarfélög Nígeríu mótmæla dýrtíð: verð á eldsneyti tvöfaldað í 22% verðbólgu

Í liðinni viku komu meðlimir stéttarfélaga um alla Nígeríu saman til mótmæla, í baráttu gegn hækkandi framfærslukostnaði. Að sögn talsmanna félaganna eru efnahagsaðgerðir nýkjörins forseta, Bola Ahmed Tinubu, ónógar til að kljást við vandann, en árleg verðbólga í landinu mælist nú um 22 prósent.

Stéttarfélögin saka forsetann einnig um að milda ekki nægilega áhrifin af ákvörðunum á við að fella niður niðurgreiðslu eldsneytis. Niðurgreiðslan hefur varað í áratugi og niðurfelling hennar ríflega tvöfaldaði verð á eldsneyti til neytenda, sem hafði um leið veruleg áhrif á verð matvæla og annars neysluvarnings.

Í umfjöllun AP um málið er haft eftir Joe Ajaero, forseta regnhlífarsamtaka stéttarfélaganna, að eftir niðurfellingu niðurgreiðslanna komist fólk ekki frá einum stað á annan. Ferðakostnaður innan margra borga hefur tvöfaldast, til samræmis við eldsneytisverð, en 63 prósent íbúa landsins búa þegar við fjölþætta fátækt.

Stéttarfélögin hafa lagt til að kjarasamningar verði teknir til endurskoðunar í ljósi stöðunnar, en að sögn Ajaero hafa stjórnvöld ekki tekið tillöguna til skoðunar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí