Þjóðin stendur á siðferðilegum tímamótum, fasískur og rasískur undirtónn er orðinn hávær í samfélaginu

Þetta segir Drífa Snædal talsmaður Stígamóta um atburði liðinna daga þegar nýju útlendingalögin hafa tekið gildi og ríkisstjórnin hefur hafið framleiðslu á heimilisleysi og örbyrgð.

„Mansal er arðbærasta glæpastarfsemin í heiminum í dag og fer vaxandi. Það eru einnig fleiri þrælar í heiminum í dag en fjöldi þræla á öllu tímabili þrælahalds frá 15. til 17. aldar samanlagt” segir Drífa en hún var Gestur Söru Stef Hildardóttur og Maríu Pét ursdóttur í þættinum Sósíalískir femínistar á Samstöðinni í gærkvöldi.

Drífa sem á einnig sæti í mansalsteymi Bjarkarhlíðar hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir meðferðina á þremur flóttakonum frá Nígeríu í vikunni en nýju útlendingalögin hafa verið að sýni sig í framkvæmd síðustu vikur og eru vægast sagt áfellisdómur yfir Íslensku stjórnkerfi. Hún segir að það sé að koma í ljós hvaða áhrif þau hafi eða hver ætlunin með þeim var.

Drífa fór yfir það hvernig mansal snýr að fólki hér á landi og þá sérstaklega flóttafólki en hún segir hópinn gríðarlega viðkvæman fyrir hvers kyns ofbeldi og sjálfskaða.

Það er til dæmis algengt að mansalsþolendur séu gerðir að glæpamönnum, eru látnir gera eitthvað ólöglegt, betla, stela, fremja innbrot og fleira, ferðaskilríki eins og vegabréf eru tekin af þeim og þeim gert að greiða þrælahaldara skuld sem aldrei tekst. Þá sé nauðgunarmansal eitthvað sem flestar konurnar frá Nígeríu sem hingað leita eiga að baki.

Drífa segir að við lifum í Norrænu þversögninni svokölluðu eða „the Nordic paradox” þar sem við höldum að við séum gott og göfugt jafnréttissamfélag, en lifum í raun í samfélagi þar sem þrífst kynferðisofbeldi, launamisrétti, kvenfyrirlitning og rasismi.

Þjóðin stendur á algjörum tímamótum hér á Íslandi þar sem yfirvöld hafa nú brotið ýmsa mannréttindasáttmála og tala nú fjálglega um að opna hér lokað búsetuúrræði öðru nafni flóttamannabúðir eða fangabúðir. „Það er eitt það svakalegasta sem þú getur tekið þér fyrir hendur sem ríki og ég velti fyrir mér bíddu, hvað héldu þau,” segir Drífa og bætir við, „bíddu var þetta planið”.

Núna ríkir neyðarástand og mannúðarkrísa á Íslandi og fólk sé andlega og líkamlega í hræðilegri líðan og á á hættu að verða fyrir endurmansali. Erum við að fara að búa til neðanjarðarstarfsemi örvæntingarfulls fólks eða ætlum við að sýna mannúð.

Drífa segist ekki hafa haft geð í sér til að fara í bæinn um helgina og hofa á téða ráðherra fagna mannréttindum á sama tíma og hún og fleiri voru að reyna að koma fólki í skjól. Sveitarfélögin hafa algjörlega hafnað því að taka boltann. Það er sett gífurlegt fjármagn í að reyna að koma fólki úr landi á sama tíma og fólk er sótt hingað til að vinna.

Drífa fagnar því að margir hafi tjáð óánægju sína en Miðstjórn ASÍ hafi gefið út ályktun um málið og hjálparsamtök hafa hafið samtal sín á milli um atburðina og úræði til að bregðast við neyðinni. Almennilegt fólk verði einnig að halda áfram að hafa hátt.

Ég veit ekki hvort ég eigi að vera bjart- eða svartsýn segir Drífa en málið hafi ekki dáið út sem blaðaumfjöllun á tveimur dögum. Það sé góðs viti. Hins vegar hafi eitthvað hræðilegt gerst í okkar samfélagi og nú sé lag, fólk verði að láta í sér heyra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí