Um 20 þúsund eftirlaunafólks með tekjur undir framfærsluviðmiðunum

Viðar Eggertsson skrifstofustjóri Landssambands eldri borgara telur að um 20 þúsund eftirlaunafólk lifi af tekjum sem eru undir framfærsluviðmiðum umboðsmanns skuldara. Tekjur þessa hóps eru vel undir lægstu verkamannalaunum, sem almennt er viðurkennt að dugi ekki fyrir framfærslu. Viðar telur það mikilvægasta hagsmunamál eftirlaunafólks að lagfæra kjör þessa hóps. Það sé óásættanlegt að fólk sé dæmt til fátæktar síðustu æviárin, fært aftur marga áratugi til þess tíma þegar landsmenn bjuggu við kröpp kjör.

Viðar vitnar til kröfugerðar Landssambands eldri borga þar sem sérstaklega er fjallað um kjör fátækasta fólksins. Lagt er til að lægsta skattþrepið sé lækkað og persónuafsláttur hækkaður svo tekjur undir framfærsluviðmiðunum séu ekki skattlagðar. Einnig að engar skerðingar verði á tekjum undir þessum viðmiðunum af sömu ástæðum. Í dag er það svo að fólk sem greiðir húsaleigu hefur á eftir ráðstöfunartekjur sem ekki duga til framfærslu en er samt bæði skattlagt og fær skertan ellilífeyri.

Krafa landssambandsins er að enginn sé með tekjur undir lágmarkslaunum. Í dag eru lægstu taxtar Starfsgreinasambandsins 402.235 kr. á mánuði en ellilífeyris er 315.525 kr. Munurinn er 86.710 kr. Og fyrir fólk með lágar tekjur skiptir þessi upphæð gríðarlegu máli.

Aðspurður sagði Viðar að veik staða eftirlaunafólk myndi ekki batna nema eftirlaunafólkið sjálft tæki upp baráttu fyrir eigin hagsmunum. Því væri hins vegar haldið að fólki að fátækin væri því sjálfu að kenna. Sem er alrangt. Þau sem búa við fátækt verða fyrir félagslegu óréttlæti sem byggir á ákvörðun stjórnvalda. Til að breyta þeim ákvörðunum þurfi eftirlaunafólk að gangast við stöðunni og sannmælast um að breyta henni.

Sjá má og heyra viðtalið við Viðar í spilaranum hér að neðan:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí