Utanríkisráðherra Noregs vanhæf vegna viðskipta eiginmanns með hlutabréf í vopnaframleiðanda

Anniken Huitfeldt, utanríkisráðherra Noregs, úr röðum Verkamannaflokksins, gekkst við því á blaðamannafundi síðastliðinn miðvikudag að hafa brotið siðareglur, þegar uppgötvaðist að eiginmaður hennar hefði átt viðskipti með hluti í fjölda fyrirtækja á norska hlutabréfamarkaðnum, þar á meðal vopnaframleiðendum, sem norsk stjórnvöld eiga viðskipti við.

Viðskiptin þýða, að sögn fréttastofu norska ríkisútvarpsins, að Huitfeldt hafi verið vanhæf til aðildar að ákvörðunum í ýmsum efnum sem varða þessi fyrirtæki. Þær ákvarðanir standa þó og að óbreyttu lítur ekki út fyrir að málið leiði til afsagnar.

Hergögn, olía og lax

Huitfeldt sagði á blaðamannafundinum að henni þætti „afar leitt“ að hafa ekki kynnt sér störf eiginmanns síns nægilega. „Ég uppfyllti ekki skyldur mínar samkvæmt lögum um hagsmunaárekstra með því að fræðast um störf mannsins míns,“ sagði hún. „Það er ástæða til að ætla að ég hafi verið stödd í hagsmunaárekstri í nokkrum tilfellum.“

Ole Flem heitir eiginmaður ráðherrans. Fjárfestingarfélag hans, Flemo, hefur átt viðskipti með hlutabréf í vopnaframleiðandanum Kongsberg Gruppen, ásamt laxeldisfyrirtækjunum Mowi, Grieg Seafood og Lerøy Seafood, olíuframleiðandanum Vår Energi, áburðarframleiðendunum Yara og Aker Solutions, sem öll eiga nokkuð undir í ákvörðunum stjórnvalda.

Huitfeldt sagði að hún hefði ekki verið meðvituð um þessi viðskipti eiginmanns síns og hagsmunaárekstra vegna þeirra fyrr en annað hliðstætt mál kom upp í sumar. Það varðaði ráðherra háskólamála, Ola Borten Moe, sem hafði einnig keypt hluti í vopnaframleiðandanum Kongsberg Gruppen, þrátt fyrir að eiga þátt í ákvörðunum stjórnvalda sem varða ýmis dótturfélög fyrirtækisins. Moe er á vegum norska Miðjuflokksins.

Aukið vanhæfi vegna aukinnar meðvitundar

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins, hefur í kjölfar þessara mála tilkynnt að handbók ráðherra verði aukin um 13 blaðsíður, til að setja viðskiptum ráðamanna með hlutabréf þrengri skorður. Aðspurður hvers vegna vanhæfi virtist vera svo útbreitt í núverandi ríkisstjórn svaraði Støre að það væri vegna þess að hún leggi áherslu á að bera kennsl á vanhæfið, og sagðist sjálfur bera á byrgð á því.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí