Áform ríkisstjórnarinnar boða ekki gott

Verkalýðsmál 20. sep 2023

Formaður Sameykis, Þórarinn Eyfjörð, ræddi á trúnaðarmannaráðsfundinum sem nú stendur yfir, um komandi kjarasamninga. Hann sagðist ekki vera beinlínis bjartsýnn á komandi kjaraviðræður um leið og ríkisstjórnin boðar mikinn niðurskurð, uppsagnir starfsmanna ríkisins og niðurskurð í fjárveitingu til stofnana. Það boði ekki neitt gott.

„Við erum að fara af stað í sömu hringekjuna í kjarasamningunum við ríkið og síðar við Samband íslenskra sveitarfélaga sem Sonja og BSRB leiddu til lykta. Verkfallið í vor var harkalegt og samningaviðræðurnar sjálfar voru mér ekki geðfelldar. Ég hef ekki orðið vitni að slíkri framkomu viðsemjenda okkar áður. Vissulega fylgir því félagslegur gróði að fara í verkfall því viðsemjandanum er auðvitað hollt að vita að hægt er að grípa til öflugra og harðrar baráttu ef að kröfurnar eru ósanngjarnar fyrir okkar fólk. Þetta fór þannig í vor eins og við vitum að Samband íslenskra sveitarfélaga þurfi að lokum að greiða helmingi meira en ef þau hefðu gengið og kröfum okkar og samið strax. Hægt var að komast hjá verkfalli og þessum átökum. Þessi árangur byggði á samstöðu okkar félagsfólks innan BSRB,“ sagði Þórarinn á fundinum.


Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.

Spurður um hverjar væntingar hans væru til komandi kjarasamninga, svaraði Þórarinn að hann væri ekki beinlínis bjartsýnn.

„Ríkisstjórnin boðar uppsagnir starfmanna ríkisins í stórum stíl, niðurskurð í starfssemi ríkisstofnana og þar fram eftir götu. Ég er ekki bjartsýnn,“ sagði Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí