Bæjarstjóri Kópavogs kærir sig ekki um íbúa sem eiga ekki fyrir leigubíl

Strætó hefur nú tilkynnt um leiðarkerfi sitt að næturlagi um helgar. Ekið verður frá miðborginni í hverfi Reykjavíkur, í Mosfellsbæ og í Hafnarfjörð, enda hafa þau sveitarfélög öll samið við byggðasamlagið Strætó bs. um þá þjónustu. Ef til vill kemur ekki á óvart að Garðabær eða Seltjarnarnes hafi engan slíkan samning gert, enda staðfesta útsvör beggja sveitarfélaga það ár hvert að þar býr upp til hópa efnaðra fólk en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, og að því leyti ólíklegra til að nýta sér þjónustu strætisvagna.

Hitt eru nokkur nýmæli að Kópavogsbær líti á þjónustu sem þessa sem óþarfa. Á næturna um helgar mun strætó gera eitt stopp í Hamraborg í Kópavogi en bruna svo stanslaust í gegnum bæinn, staðnæmast á einum stað í Garðabæ, en ekki aka inn í íbúðarhverfi fyrr en komið er í Hafnarfjörð, þar sem vagninn gerir 21 stopp.

Að hrekja fátækt fólk úr bænum

Ásdís Kristjánsdóttir, verk- og hagfræðingur, hóf störf sem bæjarstjóri Kópavogs um mitt síðasta ár, 15. júní 2022. Hún var oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum það vor, en áður aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í sumar sem leið spurðust þau nýmæli úr Kópavogi að þar verði leikskólapláss gjaldfrjáls í sex klukkustundir á dag en hvaða foreldri sem þurfa leikskóladvöl fyrir heilan vinnudag muni gjalda fyrir það. Víða var um það rætt að þetta kæmi verst við tekjulægri hópa.

Nú bætist skert þjónusta strætisvagna við þessa nýju ásýnd bæjarins, og heyrist rætt um það sem aðra vísbendingu um að bæjarstjóri auðvaldsins hafi tilhneigingu, ef ekki ásetning, til að hrekja efnaminni íbúa úr bænum. Kópavogsbær, sem þéttbýli, byggðist að verulegu leyti upp af fólki án fjármagns og pólitískra tengsla til að fá úthlutað lóðum í Reykjavík. Nú virðist vilji bæjaryfirvalda standa til að kasta þeirri arfleifð af sér, setja bæinn í sama flokk og Seltjarnarnes og Garðabæ. Pólitískt séð er það hugsanlega klókt af fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að skerða þjónustu við íbúa: eftir því sem tekjuminna fólk flytur annað má ætla að hlutfall þeirra íbúa sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn hækki. Skerðingarmaskínan gæti í þeim skilningi reynst sjálfbær.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí