Drífa Snædal auglýsir eftir húsnæði fyrir fólk sem stjórnvöld settu á götuna

„Fólkið sem yfirvöld hentu út á götuna fyrir rúmum mánuði eru háð velvilja þeirra sem finnst eðlilegt að fólk hér á landi hafi húsaskjól og svelti ekki,“ skrifar Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í færslu á Facebook nú í dag, föstudag. „Yfirvöld hafa ekki komið með neinar lausnir (nema fólk sem ekkert getur farið fari eitthvað) og nú er komið að krísuástandi aftur, sjóðir hjálparsamtaka sem hafa haldið lífinu í fólki að tæmast, sjálfboðaliðar að örmagnast og bráðabirgðahúsnæði sem reddað var í mikilli neyð ekki í boði til frambúðar.“

Drífa segist aldrei hafa búist við því að hún myndi auglýsa eftir húsnæði eða vinnu á svörtum markaði. Fyrir fjölda fólks fjalli þetta hins vegar um að lifa af. „Því spyr ég ykkur kæru facebookvinir – hafiði möguleika á að útvega húsnæði eða önnur bjargráð?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí