Helgargrein: Hinsta ljóðinu smyglað

Þjóðlagatónlist er afleitt orð. Virkar akademískt um eitthvað sem er einmitt svo sjálfsprottið. Enda vildi Víctor Jara kalla þessa tónlist byltingartónlist – og í dag eru 50 ár síðan hann dó.

„Þegar ég hitti Víctor þekkti ég bara minn litla heim, heim dansins. Og hann opnaði augu mín, tók mig út í heiminn. Hann lét mig snerta hluti, sjá hluti, finna hluti, og ég skyldi í fyrsta skipti hvað Chile var.“

Þannig rifjar Joan Jara upp kynni sín af sínum verðandi eiginmanni. Joan var breskur dansari sem hafði búið í Chile um skeið þegar hún kynntist Víctori, og er enn á lífi í dag, 95 eða 96 ára gömul, internetið er ekki alveg með fæðingardaginn á hreinu.

Eitt það fallegasta sem hann samdi var lagið Luchín – um eins árs strák sem Víctor fann á götunni og gekk í föðurstað. Textinn einfaldlega um bernskuna, um viðkvæma flugdreka, um tuskubolta og hunda og ketti og hross sem stara. Og um þök húsana í Barrancas.

Hann vissi líklega að hann þurfti að syngja um það Chile sem hann elskaði til jafns við alla þá texta sem hann samdi um það harðræði sem hann hataði. Hann var bandamaður Salvador Allende forseta og var því með þeim fyrstu sem var handtekinn við valdarán Pinochet. Og hans frægasta lag var hans síðasta, smyglað frá Chile til Bretlands.

Manifestó

Ég syng ekki vegna ástar á söngnum
eða til að flagga rödd minni
heldur vegna skilaboða
míns ærlega gítars.
Hjarta hans er af jörðu komið
og flýgur eins og dúfurnar
eilíflega eins og helgað vatn
blessar hina hugrökku og hina dauðvona
svo lag mitt hafi fundið sinn tilgang,
eins og Violeta Parra myndi orða það.

Já, gítarinn er minn verkamaður
sem skín og lyktar af vori
gítarinn minn er ekki ætlaður morðingjum
hungruðum í völd og peninga
heldur fólkinu sem stritar
svo framtíðin geti blómstrað.

Svo lag öðlist merkingu
Þegar hjartsláttur þess er ör
sungið af manni sem mun deyja syngjandi
að syngja ærlega.

Mér er sama um aðdáun
eða hvort ég græti ókunnuga.
Ég syng fyrir þetta örmjóa land,
mjótt en svo endalaust djúpt.

Hann vitnar í miðju lagi í Violetu Parra, sem kalla má guðmóður þessara byltingartónlistar, sem hafði mikil áhrif á hann, en hafði dáið fáeinum árum áður fyrir eigin hendi.

Hún var úr bláfækri en listrænni fjölskyldu og eftir að hafa starfað sem söngkona um skeið fór hún að safna saman chileskum þjóðlögum, sem gjörbreyttu svo hennar eigin tónlist, sem var uppfrá því áframhald af sömu hefð.

En aftur til Chile ársins 1973. Maður bankar upp á hjá Joan, segist vinna hjá líkhúsinu, hún geti treyst honum. Hún lýsir því hvernig var að ganga fram hjá öllum þessum líkum, flest bara með númer, einstaka með nafn. Hún gengur í gegnum sal þar sem hundruðir líka eru, öll mörkuð ofbeldisfullum dauðdaga. „Á öllum aldri. Mest verkafólk. Sum mjög ung. Sum ennþá með hendurnar keflaðar. Og með skelfileg sár. Við þurftum að fara í gegnum öll þessi lík til að finna lík Víctors. En það var ekki þarna. Svo þurfti ég að fara upp á aðra hæð líkhússins, þar sem skrifstofurnar voru. Og þar var líka löng röð af líkum. Og meðal þeirra, þar fann ég lík Víctors.“

Hún sér að hann hefur verið pyntaður, hún sér að líkaminn er eins og gatasigti eftir kúlnaför og það er stór hola í mjöðminni. Líkaminn var afskræmdur og „ég hef þessa sýn af höndum Víctors sem tilheyrðu varla líkama hans lengur.“

En samt, en samt: „Jafnvel í dauðanum var þessi svipur, reiður, ögrandi.“

Hún þurfti að ná í giftingarvottorðið til að geta tekið líkið með sér, gróf hann sjálf með ungum pilti. Svo fór hún heim til barnanna sinna.

En hvað gerðist þarna á milli? Blaðamaðurinn Miguel Cabezas var einn af fáum sem lifði hildarleikinn af, eitt af fáum eftirlifandi vitnum að dauða Víctors Jara. Þetta gerðist allt í stærstu íþróttahöllinni í Santíagó, þar sem Jara hafði unnið söngvakeppni fjórum árum áður – og ber nafn hans í dag.

„Þeir tóku Víctor að borði sem var þarna og skipuðu honum að setja hendurnar á borðið. Ofurstinn lyfti exinni og með einu höggi hjó hann puttana af vinstri hönd Víctors, með öðru höggi puttana á hægri höndinni.

6000 manns horfðu, 12 þúsund augu sáu þennan sama ofursta kasta sér á Jara og byrja að lumbra á honum á meðan hann öskraði: „Syngdu núna, tíkarsonur, syngdu núna.“

Höggin héldu áfram að dynja, en á endanum stóð hann upp og gekk þangað sem völlurinn endaði. Það var djúp þögn. Svo heyrðist rödd hans, „Jæja félagar, gerum liðsforingjunum greiða.“ Hann lyfti blóðugum höndunum og með brostinni röddu fór hann að syngja einkennislag Unidad Popular [flokks Allende]. Og allir sungu með.“

Svo heyrðist skothvellur og Víctor Jara féll látinn til jarðar. Í kjölfarið beindust byssurnar að þeim sem höfðu sungið með honum.

Hans hinsta ljóði var hins vegar smyglað úr landi, samið í fangelsinu – og er hér í enskri þýðingu Joan.

We are 5,000, here in this little corner of the city.
How many are we in all the cities of the world?
All of us, our eyes fixed on death.
How terrifying is the face of Fascism
For them, blood is a medal,
carnage is a heroic gesture.

Song, I cannot sing you well
When I must sing out of fear.
When I am dying of fright.
When I find myself in these endless moments.
Where silence and cries are the echoes of my song.
There are five thousand of us
in this small part of the city

Five thousand of us here
I wonder how many of us altogether in the cities
in the whole country?
In this place alone are ten thousand hands which plant seeds and make the factories run
How much humanity exposed to hunger, cold, panic, pain, moral pressure, terror, and madness?

Six of us were lost, as if among us stars of space
One dead, another beaten as I could never have believed a human being could be beaten
The other four wanted to end their terror
one jumping into emptyness
another beating his head against a wall
but all of them with the fixed look of death

What horror the face of fascism creates!
They carry out their plans with the precision of knives
Nothing matters to them
To them, blood equals medals,
slaughter is an act of heroism

Oh God, is this the world that you created,
was it for this, your seven days of wonder and work?

Trapped between these four walls, we are just a number,
a number which cannot grow
it’s longing for death gradually increasing
But suddenly my conscience wakes up and I see this tide of murder has no heartbeat, only the pulse of machines and the military smiling sweetly, waiting

Let Mexico, Cuba and the world cry out against this atrocity!
We are ten thousand hands which produce nothing
How many of us altogether in the whole country?
The blood of our President, our compañero, will strike more powerfully than bombs and machine guns!
That is how our fist will strike again!
How hard it is to sing when I must sing of horror
Horror in which I’m living, horror in which I’m dying
Seeing myself among so much horror and so many endless moments
silence and screams are the end of my song
What I see, I have never seen before
What I felt and what I feel now will give birth to the moment…

Helstu heimildir, þessi grein úr NME, hér endurbirt í Guardian og þessi grein á BBC. Fyrir utan Wikipediu og alls konar gúgl.

Þetta er grein af Menningarsmygli. Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins: Menningarsmygl á Karolina Fund.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí