Þriðja hópsýkingin á þorrablóti
Þeir sem unna þorrablótum gætu þurft að sætta sig við strangara heilbrigðiseftirlit á þorrablótum framtíðarinnar eftir fjölda hópsýkinga undanfarið.
Á vef Austurfréttar segir af því að Heilbrigðiseftirlit Austurlands og Heilbrigðisstofnun Austurlands vinni að því að rekja uppruna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási á laugardagskvöld.
Yfir 20 manns hafa tilkynnt veikindi.
Eftir því sem fram kemur hjá Austurfrétt veiktust flestir 10-12 tímum eftir borðhald. Veikindin eru flokkuð sem hópsýking. Blekið á fyrirsögnum frétta um blót á Suðurlandi þar sem gestir hafa orðið veikir af þorramat sem ekki var meðhöndlaður með ábyrgum hætti, var vart þornað þegar austfirsku ótíðindin spurðust út.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward