Í Kanada kom til stympinga og lögregla handtók mótmælendur í átökum um kynfræðslu

Á miðvikudag komu mótmælendur saman í borgum víða um Kanada til andstæðra mótmæla um kynfræðslu í skólum. Annars vegar mótmæltu hópar fólks að börnum sé kennt það sem mótmælendurnir kalla „gender ideology“ eða „hugmyndafræði kyngervis“. Hins vegar komu þúsundir saman til gagnmótmæla og sökuðu fyrrnefndu hópana um að neita nemendum um mikilvæga fræðslu og virðingu.

Í einhverjum tilvikum kom til líkamsátaka milli þátttakenda í þessum andstæðu mótmælum. Að minnsta kosti tveir voru handteknir í Ottawa fyrir að halda hatursfullum skilaboðum á lofti. Í kanadískum fjölmiðlum má sjá harmað að þessi bandarísku menningarátök hafi verið flutt til landsins.

Lögregla handtekur mótmælanda í Victoriu-borg á miðvikudag.

Kynfræðsla og barátta gegn einelti

Þau sem mótmæla nú kynfræðslu í Kanada vísa einkum til atriðis sem bættist við námsskrá, að minnsta kosti í British Columbia-fylki, árið 2016, sem skylduþáttur í stefnu skólanna þar gegn einelti. Sá þáttur nefnist „sexual orientation and gender identity“ eða „kynhneigð og kynvitund“, en örstuttu fyrr hafði sama lið verið bætt við mannréttindalöggjöf fylkisins.

„Allir skólar í British Columbia þurfa að vera opnir og öruggir staðir og frjálsir undan einelti. Börnin okkar eiga það inni hjá okkur að við tryggjum að ekkert verði að tilefni til eineltis. Að tilgreina kynhneigð og kynvitund í stefnumótun gegn einelti tekur af öll tvímæli um það,“ sagði Mike Bernier, þáverandi menntamálaráðherra, um stefnumótunina.

Mótmælendur lýsa sig mótfallna þessari fræðslu, sem nú er vísað til bæði innan og utan skólakerfisins með skammstöfuninni SOGI.

Fjölmenn gagnmótmæli, gegn transfóbíu, fóru fram í fjölda borga Kanada á miðvikudag.

Transfóbía á engan rétt á sér

Í tilefni mótmælanna á miðvikudag gaf Justin Trudeau, forseti Kanada, út orðsendingu á X, áður twitter, og sagði: „Transfóbía, hómófóbíá og bæfóbía eiga engan rétt á sér í þessu landi. Við fordæmum af festu þetta hatur og birtingarmyndir þess og styðjum hinsegin Kanadabúa um allt land – þú telst með og þú nýtur virðingar.“ CTV greindi frá.

Að breyttu breytanda má þessi átakalína nú koma flestum kunnuglega fyrir sjónir hér á landi. Orðfærið á skiltum þeirra sem mótmæla fræðslu á grundvelli SOGI virðist það sama og birtist undanfarið á Íslandi, meðal fólks sem mótmælir því sem virðist hliðstæð kynfræðsla, á skyldum forsendum. Á miðvikudag tóku nokkrir mótmælendur sér stöðu á Austurvelli og beindu skiltum að húsi Alþingis. Í Kanada mátti lesa „Leave Our Children Alone“ á skiltum mótmælenda þennan dag, en við Austurvöll „Látið börnin okkar í friði.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí