Ísland og Portúgal vinna lengstu vinnuvikur í Vestur-Evrópu

Ísland og Portúgal skera sig úr meðal ríkja Vestur-Evrópu í fjölda þeirra vinnustunda sem launafólk vinnur að jafnaði á viku. Í Evrópusambandinu í heild vnnur launafólk að meðaltali 37,5 stundir á viku. Vinnuvikan er styst í Hollandi, þar sem fólk vinnur að jafnaði 33,2 stundir á viku. Þýskaland, Danmörku og Noregur koma fast á hælana með rúmar 35 unnar stundir á viku. Meginreglan virðist vera sú að vinnuvikan lengist eftir því sem austar dregur: í ríkjum Mið-Evrópu eru vinnustundirnar frá 39 og í ríkjum Austur-Evrópu, auk Grikklands og Póllands, fara þær yfir 40.

Kort sem Eurostat birti 20. september 2023, yfir fjölda unninna stunda á viku, að meðaltali, í ríkjum Evrópu. Gögnin miðast við árið 2022.

Meðal Vestur-Evrópuríkja skera Ísland og Portúgal sig úr. Ef frá eru talin fyrrgreind ríki þar sem vinnuvikan er styst þá eru 36 til 37 stunda vinnuvikur reglan í Vestur-Evrópu. Á Íslandi vinnur fólk hins vegar að jafnaði 39 stundir á viku og í Portúgal 39,9.

Gögn: Eurostat.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí