Í síðustu viku voru Íslendingar sem búa í Danmörku spurðir innan hóps þeirra á Facebook hver hafi verið helsta hvatning þeirra að flytja frá Íslandi. Athygli vekur að óvenju margir segja beinlýnis að þeir hafi verið að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Svo fyrir fáeinum dögum spurði Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinar, þessa sömu spurningu innan Facebook-hóps Íslendinga í Noregi. Svörin voru áberandi svipuð. Líkt og í Danmörku voru furðu margir sem sögðust vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn.
Sumir nefna flokkinn ekki á nafn, þó það eigi augljóslega við, svo sem ein kona í Danmörku. „Heilbrigðiskerfið er í ruglinu. Stjórnin í landinu er ein stór klíka sem gerir það sem þeim hentar. Húsnæðismál eru líka í ruglinu,“ skrifar hún. Maður búsettur í Danmörku tekur í sama þráð:
„Pólitísk spilling, Sjálfstæðisflokkurinn sníkjudýr, verðbólguæði, heilbrigðiskerfi í molum, endalausar verðhækkanir á nauðsinjavörum, einokun á húsaleigumarkaði, græðgi, og vond meðferð á eldri borgurum, öryrkjum og þeim sem minna mega sín, svo má lengi telja.“
Annar maður í sama landi kallar Íslands einfaldlega Littla-Rússland: „Klíku og venslaskpurinn. Annaðhvort fæðist fólk í klíkuna eða þarf að borga. Þegar ég kvartaði við bæjarstjórann þegar hann kom í framboðsjakkanum, að hafa verið neitað um byggingarlóð í þrígang, á meðan dætur og synir starfsfólks bæjarskriftofunnar fengu margsinnis (ólöglega) til endursölu, spurði hann beint “ borgaðir þú ? “ Þá var komið nóg af Littla Rússlandi! og maður sér ekki eftir því.“
Svo segir einn maður einfaldlega: „Bjarni og Kata“ og á þar við fjármálaráðherra og forsætisráðherra.
Það má þó segja að svörin í Noregi sé enn neikvæðari í garð Sjálfstæðisflokksins. Þar svarar einn maður: „Sjallar.. einhverft þjóðfélag með enga virðingu fyrir einstaklingum.. hægrið allsráðandi en með spillingu og skíthælaskap .. miklu betra þjóðfélag hinum meginn við pollinn..“
Annar í sama landi segir svo: „Ofnæmi fyrir Sjálfstæðisflokknum, svona aðallega“. Hann er ekki sá eini sem segist vera með ofnæmi fyrir þeim. Annar skrifar: „Vinna og ofnæmi fyrir sjöllum“.
Svo er sá fjórði sem segist hafa verið að flýja flokkinn, þó hann að vísu telji Sjálfstæðisflokkinn vera kommúnistaflokk. „Lífsgæði og ævintýri , sem opnaði augun fyrir því að á Íslandi er kommúnistar ( sjallar/engeyingar ) búnir að stela auðlinum og eyðileggja velferðarkerfið, framsóknardindlar elta fyrirbærið með von um mola frá glæpahyskinu,“ skrifar sá.
Hér er svo ónefnd fjölda svara þar sem fólk nefnir hluti eins og heilbrigðiskerfi í molum og skelfilegt húsnæðiskerfi. Hluti sem má að miklu leyti skrifa á Sjálfstæðisflokkinn.