Sósíalistar segja auðvaldið grafa undan efnahagslegu jafnvægi og valda verðbólgu

Dýrtíðin 30. sep 2023

Sameiginlegur fundur framkvæmda- og málefnastjórna Sósíalistaflokksins vekur athygli á í yfirlýsingu sinni að hagnaðarsókn fyrirtækja drífur áfram verðbólgu. Verð á vöru og þjónustu hefur hækkað langt umfram tilefni, segir þar. Hækkanir eru keyrðar áfram af græðgissókn eigenda fyrirtækjanna. 

„Sósíalistar hafna áróðri Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar um að launahækkanir valdi verðbólgu. Launafólk sækir hækkanir launa til að vinna gegn skerðingu kaupmáttar vegna verðbólgunnar sem eigendur fyrirtækja hafa magnað upp,“ segir í yfirlýksingunni.

„Ef stjórnvöld störfuðu fyrir almenning væri meginverkefni þeirra að stuðla að hækkun launa svo launafólk geti lifað af í landi þar sem verðlag er hátt. Stefna stjórnvalda, Seðlabanka og ríkisstjórnar, er hins vegar að halda aftur af launahækkunum en ekki verðhækkunum fyrirtækjanna. Og svo magna stjórnvöld upp vanda almennings með vaxtahækkunum til að verja auð hinna ríku. Þessi stefna afhjúpar fyrir hvern stjórnvöld vinna. Ekki almenning heldur fjármagnseigendur og eigendur fákeppnisfyrirtækjanna.“

Í tilkynningunni er bent á að í erindi Sósíalista Ráðumst að rótum spillingar segi meðal annars: 

„Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna er því að snúa ríkisvaldinu af braut sérhagsmunagæslu og mismununar og verja samfélagið allt, allan almenning og sérstaklega þá sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga fyrir spillingu valdhafa og sérhagsmunafla.

Þar sem svo stutt er á milli valdhafa ríkis og sveitarfélaga og auðmanna, eigenda og stjórnenda stórfyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra, eins og raunin er hér á landi, er gríðarlega frjór jarðvegur fyrir spillingu. Og spillingin dafnar hvergi betur en þar sem eru náin tengsl milli valdamikilla stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna og stórfyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí