Spyrja hvers vegna Katrín sýnir alvarlegum mannréttindabrotum litla athygli

Réttindabarátta 22. sep 2023

Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp sendu í dag forsætisráðherra, formanni velferðarnefndar og þingflokksformönnum eftirfarandi bréf:

Til forsætisráðherra, formanns velferðarnefndar og þingflokksformanna.

Þann 8. júní 2022 skilaði nefnd á vegum forsætisráðuneytisins, sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda, skýrslu sinni.

Þar kom þetta m.a. fram:

• Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir.
• Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 – 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag.
• Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna.
• Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir.
• Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar.
• Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður.
• Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við.

Velferðarnefnd þingsins fékk málið strax í kjölfarið og var ætlað að skila þingsályktunartillögu um framkvæmd rannsóknarinnar. Nú eru liðnir tæpir 16 mánuðir og ekkert bólar á þessari þingsályktun. Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp óska svara um hvað tefji þessa vinnu og hvers vegna málinu er ekki gefin sú athygli af hálfu ráðuneytisins og þingsins sem það á skilið. Hér er um að ræða fólk sem samfélagið brást á löngum köflum í lífi þess og vísbendingar hafa komið fram að alvarleg mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart því.

Frétt af vef Geðhjálpar

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí