Svandís heldur að ef við vissum bara meira um kvótakóngana þá myndum við treysta þeim

Enn og aftur varpar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram þeirri sérkennilegu kenningu að vantraust Íslendinga á kvótakóngum stafi af vanþekkingu almennings. Hún virðist halda að með því að auka „gagnsæi“ í sjávarútveg þá myndi þjóðin treysta kvótakóngunum. Með öðrum orðum þá heldur Svandís að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vantreysti þeim vegna þess að við vitum ekki nógu mikið. Henni virðist ekki detta það í hug að vantraustið stafi af reynslu þjóðarinnar af kvótakóngum.

Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Svandís birtir í Morgunblaðinu. Hún hefst svona: „Krafa um aukið gagnsæi í sjávarútvegi er hávær meðal almennings og það er mín bjargfasta trú að með því að auka gegnsæið skapist betri skilyrði fyrir trausti milli sjávarútvegs og almennings. Það er staðreynd að aukið gagnsæi hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti viðskiptalífs. Það eykur líkur á að fyrirtæki sýni ábyrgð og dregur úr líkum á að farið sé á svig við reglur.“

Svandís heldur svo áfram að virðist halda að ef almenningur hefði bara aðgang að bókunum á hlutahafafundum, svo dæmi sé tekið um gagnsæi, þá myndi almennri óánægju með kvótakerfið á Íslandi ljúka. „Þá er aukið gagnsæi lykilatriði í því að bæta stjórnunarhætti þar sem nálgast má upplýsingar um alla þá þætti er máli skipta. Aukið gagnsæi dregur úr líkunum á hagsmunaárekstrum og þar með er líklegra að ákvarðanir séu teknar í þágu hluthafa og almennings. Það er ljóst að það er til mikils að vinna. Skortur á gagnsæi getur einnig verið sjálfstæð uppspretta vantrausts. Festist ógagnsæi í sessi til lengri tíma hefur það einnig neikvæð áhrif á traust almennings á stofnunum og á samfélagslegt traust. Stjórnvöld eru meðvituð um þessa stöðu, enda er fjallað um aukið gagnsæi í sjávarútvegi í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar,“ segir Svandís.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí