Vilja sérstakt skattþrep fyrir fólk á lífeyri og engar skerðingar á lægstu tekjur

Eftirlaunafólk 30. sep 2023

Helgi Pétursson, formaður Lands­sam­bands eldri borg­ara, segir að um tutt­ugu þúsund manns lifi rétt við eða und­ir lág­marks­mörk­um og þola eng­ar óvænt­ar uppá­kom­ur. „Bíll­inn má ekki bila, all­ar hækk­an­ir á vöru­verði og þjón­ustu bitna hart á þess­um hópi, ekk­ert má fara úr­skeiðis. Þessi hóp­ur get­ur ekk­ert veitt sér. Það er ekki mikið stuð á þeim bæj­um,“ segir Helgi.

„Kjör og aðstæður þeirra sem verst eru sett eru hins veg­ar einu rík­asta sam­fé­lagi heims til ævar­andi skamm­ar. Þetta er fólk sem hef­ur litl­ar sem eng­ar líf­eyris­tekj­ur, hef­ur alla tíð haft lít­il laun, er að hluta til aðflutt og í mikl­um meiri­hluta kon­ur. En eitt auðug­asta sam­fé­lag heims topp­ar sig auðveld­lega með því að láta hundrað okk­ar elstu bræðra og systra liggja á göng­um og geymsl­um á sjúkra­hús­um,“ skrifar Helgi m.a. í grein í Mogga dagsins.

Og segir að Lands­sam­band eldri borg­ara leggji til sér­tæk­ar aðgerðir fyr­ir þau verst settu:

  • Sér­stakt skattþrep/​hækk­un per­sónu­afslátt­ar taki fyrst og fremst til líf­eyr­istaka.
  • Minni eða eng­ar skerðing­ar hjá þeim sem eru und­ir viður­kenndu fram­færslu­viðmiði.
  • Þau lægstu fái sér­stak­ar greiðslur sem fjari út í hlut­falli við tekj­ur.
  • Við leggj­um til al­menn­ar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lág­ar og miðlungs­tekj­ur:
  • Hækk­un frí­tekju­marks í 100.000 kr. Frí­tekju­markið er 25 þúsund krón­ur og hef­ur ekki hækkað síðan 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægst­an líf­eyri.
  • Elli­líf­eyr­ir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæp­lega 90 þúsund und­ir lág­marks­taxta.
  • Árleg­ar hækk­an­ir líf­eyr­is og frí­tekju­marka fylgi launa­vísi­tölu.

„Við vilj­um end­ur­skoða út­reikn­ing vegna frest­un­ar á töku elli­líf­eyr­is – reikna hækk­un vegna frest­un­ar áður en líf­eyr­ir er skert­ur,“ skrifar Helgi. „Við vilj­um að sama regla gildi við meðferð leigu­tekna við ákvörðun líf­eyr­is og gert er við álagn­ingu fjár­magn­s­tekju­skatts. Þá vilj­um við að 300.000 kr. frí­tekju­mark fjár­magn­stekna gildi einnig gagn­vart líf­eyri frá al­manna­trygg­ing­um og að líf­eyr­istak­ar njóti hækk­ana frá líf­eyr­is­sjóðum sem hækk­un at­vinnu­tekna.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí