Willum Þór skipar nýja stjórn Sjúkratrygginga úr Framsókn og viðskiptalífinu

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands. Hún tekur við af Vilborgu Þ. Hauksdóttur, sem Svandís Svavarsdóttir skipaði í stöðuna árið 2020.

Eygló var þingmaður á vegum Framsóknarflokksins í um áratug, frá 2008 til 2017, og þar af í fjögur ár ráðherra félags- og húsnæðismála og um leið samstarfsráðherra Norðurlanda, í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga, frá 2013 til 2017.

Willum skipaði um leið nýja meðlimi í stjórn sjúkratrygginga. Í fimm manna stjórn eru nú tvö eftir sem þar voru fyrir, það eru Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur, sem verður nú varaformaður stjórnar, og Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi.

Nýliðar í stjórninni eftir uppstokkun ráðherra eru, auk Eyglóar, tveir. Annars vegar Gunnar Sær Ragnarssonar, 28 ára gamall lögfræðingur, starfsmaður þingflokks Framsóknar á Alþingi og varabæjarfulltrúi Kópavogsbæjar fyrir hönd sama flokks.

Hins vegar Ólafía B. Rafnsdóttir. Ólafía er titluð ráðgjafi í tilkynningu ráðuneytisins, en hefur meðal annars starfað við „alhliða mannauðs- og stjórnendaráðgjöf“ innan fyrirtækisins Attentus. Hún starfaði áður sem aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, í knappri tíð hans sem fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017.

Í fimm manna stjórn Sjúkratrygginga má því nú finna tvær persónur sem gætu með réttu titlað sig mannauðsstjóra.

Þá koma einnig nýir varamenn í stjórnina, Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður, og Kristín Hermannsdóttir, viðskiptafræðingur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí