Um 80 bandarískir gyðingar handteknir fyrir mótmæli gegn árásum Ísraels á Gasa

Síðastliðinn föstudag voru um 80 gyðingar handteknir í fimm stórborgum Bandaríkjanna er þeir mótmæltu framferði Ísraelsstjórnar gegn íbúum á Gasa og kröfðu bandarísk stjórnvöld um að koma í veg fyrir að þar verði framið þjóðarmorð. Þetta hefur Newsweek eftir fréttatilkynningu frá samtökunum Jewish Voice for Peace.

Að sögn Newsweek tóku um 2.000 gyðingar þátt í mótmælunum, í New York borg, San Francisco, Seattle, Chicago og Los Angeles. Mótmælendurnir kröfðust þess að kjörnir fulltrúar þeirra kæmu í veg fyrir að ísraelsk stjórnvöld fremji þjóðarmorð á Gasa. Mótmælendurnir voru handteknir þar sem þeir tepptu götur við heimili og skrifstofur þingmanna.

Gríðarfjölmennt var á mótmælunum við heimili öldungadeildarþingmannsins Chuck Schumer á föstudag.

Beth Miller, stjórnandi innan samtakanna Jewish Voice for Peace, svaraði fyrirspurn Newsweek í tölvupósti á sunnudag. Hún sagði meðal annars: „Við vitum alltof vel hvað gerist þegar kjörnir fulltrúar nota hatursfullt, heiftarlegt og afmennskandi tungutak til að réttlæta stuðning sinn við ofbeldi gegn hópi af fólki. Það er enginn tími til að dvelja við sorg, við verðum að grípa til aðgerða. Bandarískir gyðingar um allt land krefjast þess af Biden og fulltrúadeild þignsins að þau krefjist þegar í stað og greiði fyrir vopnaléi og mannúðaraðstoð til Gasa. Þetta er spurning um að stöðva þjóðarmorð gegn Palestínumönnum.“

Frá vettvangi sömu mótmæla síðar á föstudagskvöld.

Á vefmiðli Business Insider má lesa að hluti mótmælendanna hafi verið handtekinn fyrir utan heimili öldungadeildarþingmannsins Chuck Schumer, í Brooklyn-hverfi New York borgar, áður en hann hóf ferð sína til Ísraels um liðna helgi. Þar kemur fram að á meðal hinna handteknu hafi verið rabbínar og afkomendur fólks sem lifði af helförina. Þar voru að minnsta kosti 57 handteknir, samkvæmt sjónvarpsstöðinni WABC-TV í New York. Hópurinn hrópaði „Not in our name“ eða „Ekki í okkar nafni“, slagorð sem einnig mátti finna á skiltum mótmælenda við Austurvöll nú á sunnudag.

Enn frá mótmælunum við heimili Chuck Schumers, áður en hann lagði af stað til Ísraels.

Sjá nánar á vefsíðu samtakanna Jewish Voice for Peace og X/twitter-reikningi samtakanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí