„Eftir helförina sagði heimurinn: aldrei aftur. Aldrei aftur er núna“ – Yfirlýsing rabbínans Avraham Feldman

Þann 9. október, það er á mánudaginn fyrir réttri viku, gaf rabbíninn á Íslandi, Avraham Feldman, út yfirlýsingu vegna ódæðisins sem Hamas framdi í Ísrael tveimur dögum fyrr og varð á annað þúsund óbreyttum borgurum að bana, auk á þriðja hundrað ísraelskra hermanna.

Tæpri viku síðar, nú á sunnudag, birti RÚV knappa umfjöllun um það áfall og óöryggi sem gyðingar upplifa í kjölfar árásarinnar, þar á meðal gyðingar á Íslandi. Þar sagði Finnur Thorlacius Eiríksson, talsmaður Menningarfélags gyðinga á Íslandi, að sér virtust íslenskir fjölmiðlar áhugalausir um sjónarmið gyðinga. Miðillinn hafði það einnig eftir Finni að margir eigi „erfitt með að aðgreina ísraelsk stjórnvöld frá gyðingum, ekki aðeins í Ísrael, heldur þeim sem búa út um allan heim.“

Þá benti Finnur á að yfirýsing rabbínans hefði hvergi birst, eftir að hafa þó verið send á flesta fjölmiðla. Umfjöllun RÚV virðist raunar vera fyrsta skiptið sem yfirlýsingarinnar var yfirleitt getið í fjölmiðlum.

Yfirlýsing Feldmans

Yfirlýsing Avrahams Feldman er svohljóðandi, í íslenskri þýðingu:

„Á laugardag, á þeim helgidegi gyðinga sem nefnist Simchat Torah, var framið versta fjöldamorð á gyðingum síðan í helförinni.

Hryðjuverkamenn frá Gasa gerðu saklausa borgara að skotmörkum, að meðtöldum börnum, unglingum, konum og öldruðum, pyntuðu þau, myrtu þau og rændum þeim.

Vitnisburður sjónarvotta og myndskeið eru átakanleg.

Sem stendur vitum við af yfir 1.200 myrtum, yfir 3.000 særðum, og yfir 100 sem var rænt.

Á meðan við tökumst á við áfallið og sársaukann biðjumst við fyrir og gerum Mitvot (góðar gjörðir) í von um að særðum batni, að þau sem var rænt snúi aftur og í þágu syrgjandi fjölskyldna.

Við kunnum afar vel að meta stuðning lögreglunnar í Reykjavík og við kunnum afar vel að meta hlý skilaboð sem borist hafa frá mörgum Íslendingum sem hafa sett sig í samband.

Eftir helförina sagði heimurinn: aldrei aftur. Aldrei aftur er núna.

Avraham Feldman,

rabbíni.“

Yfirlýsingin birtist á ensku á vefmiðli skrifstofu rabbínans.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí