900.000 manns á dauðalista Ísrael: „Skyldu þeir fara að pæla í að útvega gasofna“

„Við munum gjöreyða Hamas, og við munum sigra, en það á eftir að taka sinn tíma,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í sjónvarpsávarpi í gær. Seint í gærkvöldi sendu svo Ísraelar fótgönguliða inn á Gaza-svæðið og margir óttast að heimsbyggðin sé að fara horfa fram á þjóðarmorð í Palestínu.

Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, bendir á að ef Netanyahu hyggst taka af lífi alla stuðningsmenn Hamas, þá munu hundruð þúsunda liggja í valnum. „Samkvæmt skoðanakönnunum sem ég hef fylgst með eru Hamas vinsælustu stjórnamálasamtök í Palistínu með 30 – 38% fylgi PA hefur rúmlega 30% en aldrei stærri en Hamas í könnunum sem ég hef pælt í. Síðast í nýlegri könnu var PA með 34% og Hamas með 38% Til útýma Hamas til síðasta manns, eins og fleiri en einn og fleiri en tveir sem stjórna ársarhernum, og nokkrir hjá sponsornum BNA hafa lýst yfir með heilaga glóð í andlitinu! Það þýðir ef fjölskyldur þeirra eiga að fylgja með þá erum við að tala um uþb 900.000 manns. Ef við reiknum með meðalfjölda í fjölskyldu vera 5 sem er örugglega of hátt eru það 180.000 karlmenn á dauðalistanum. Skyldu þeir fara að pæla í að útvega gasofna þeir eru séðir með peninga kapítalistarnir,“ skrifar Sverrir á Facebook.

Hann segir það ekki boða gott sífellt sé hamrað á því að leggja Hamas og ISIS að jöfnu. „Hamas er heilt félagskerfi og alhæfingin Hamas yfir allar aðgerðir samtakanna mjög ónákvæm – það sem kallast hernaðararmur Hamas the Qassam Brigades eru undir stjórn hershöfðingja sem oft fer sínar eigin leiðir. En hópurinn er allavega bara brotbrot af samtökunum Hamas sem nú verður fyrir hóprefsingu ásamt öllum íbúum Gaza en svo er atburða rásin hönnuð. Ég sá markaðstefið fyrst greinalegt með berum augum þegar Nethanjahu í félagsskap Blinkis lagði alla sína ræðu í að skilgreina Hamas sem ÍSIS og réttlætti þannig útrýmnguna. Þetta skýrir fjölguna í ógeðslegum og augljósum fake news um afskorin höfuð og önnur vörumerki ÍSIS,“ segir Sverrir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí