Afsögnin kom ekki öllum í opna skjöldu: Var Áslaug að kynna sig sem formannsefni þegar hún ataðist í Svandísi?

Á meðan jafnvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem funduðu með Bjarna Benediktssyni fyrir blaðamannafundinn í morgun, segjast ekki hafa vitað af ákvörðun hans fyrr en hann tilkynnti almenningi um hana, kom hún þó ekki öllum í opna skjöldu.

Þannig var það á fimmtudaginn í liðinni viku sem Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, velti fram þeirri spurningu hvort aðfarir Áslaugar Örnu að Svandísi Svavarsdóttur snerust um yfirvofandi sætaskipti. Einar deildi frétt um hina óviðurkvæmilegu sneið sem Áslaug sendi Svandísi á fundi með stjórnendum í sjávarútvegi, og spurði: „Er Áslaug að kynna sig sem formannsframbjóðanda í flokknum? Bjarni á förum?“

Ekki að Bjarni hafi í morgun sagt skilið við formannsembættið, en ljóst er að eftir afsögn hans mun hrikta í mörgum stoðum, og ekki sjálfgefið hvað er framundan innan flokksins frekar en ríkisstjórnarinnar.

Meðal þeirra sem lögðu orð í belg við færslu Einars var nafni hans, Einar Gautur Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður, sem skrifaði: „Áslaug verður að skilja hvað virðing er og hvenær á að sýna hana. Mér finnst þetta dómgreindarlaust og/eða taktlaust.“ Því svaraði stærðfræðingurinn: „Þetta er dómgreindarleysi, ef ekki er um að ræða meðvitað útspil í einhverjum tilgangi sem er okkur ekki augljós (eins og t.d. keppni um forystusæti í flokknum).“

Björn Ragnar Björnsson svaraði lögmanninum því til að Svandísarútspilið hafi ekkert með virðingu að gera, heldur væri hún „að senda margþætt skilaboð til kjósenda og flokksmanna xD (og xB, xM) um að hún sé í alvöru foringjaefni. Hún skafi ekki utan af hlutunum og hliðri sér ekki frá orrustu.“

Þessi tilgáta um hvað ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar gekk til með tryggðarheitum sínum við sjávarútveginn virðist víst ekki ósennilegri eftir atburði þessa þriðjudagsmorguns en hún gerði í liðinn viku.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí