Ég er ekki peð í tafli, ég er barn

Hernaður 30. okt 2023

Félagið Ísland – Palestína segir að hátt í 2000 manns hafi mætt á kertafleytingu við Tjörnina í gærkvöldi. Dagskráin var einföld. Sigurður Skúlason leikari flutti tvö ljóð og síðan voru lesin upp nöfn nokkurra barna sem hafa verið drepin á loftárásum Ísraelshers á Gaza. Upplesturinn stóð í hálfa klukkustund og var þá aðeins búið að lesa nöfn örfárra barna af þeim  3300 börnum sem hafa verið myrt ´s.l. þremur vikum.

Sigurur las ljóð eftgir Isra Thiab sem flóttamaður frá Palestínu frá fæðingu og býr í Jórdaníu. Hún er kunn baráttukona gegn óréttlæti og kúgun  fyrir Palestínumenn sem og aðra hér á jörð

Ég vil lifa, ég vil elska
ef þú leyfir mér, góði herra
ég vil leika, ég vil læra
Sjáðu mig, ég veit þú finnur til

Sjáðu mig, því ég er af holdi eins og þú
ég hef hjarta og ég hlæ og ég græt
Sjáðu mig, góði herra, horfðu í augu mín
ég særi þig – og segðu mér
hversvegna ég verð að deyja

Ég er ekki peð í tafli, ég er barn
ég er ekki númer, ég er barn
ég er ekki tilraunadýr, ég er barn
Sjáðu mig, góði herra – ég er ÞITT barn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí