Hundruð mótmæltu heigulshætti stjórnvalda og kröfðust vopnahlés á Gasa

Það er ekki í fljótu bragði ljóst að nokkurn tíma á þessari öld hafi jafn margir mætt til mótmæla á Íslandi með jafn skömmum fyrirvara og á laugardag. Einhvern tíma undir hádegi birtust fundarboð Félagsins Ísland Palestína á Facebook: „Félagið Ísland-Palestína boðar til skyndimótmælagöngu fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag, laugardaginn 28. október, klukkan 15.“

Hversu mörg hundruð mættu til mótmælanna og gengu frá ráðuneytinu niður Laugaveg á Austurvöll verður ekki reynt að meta hér. Sjón er sögu ríkari. Ljóst er í öllu falli að himinn og haf er á milli afstöðu stórs hluta íslensks almennings og þeirrar afstöðu stjórnvalda landsins sem birtist á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag, að ekki væri vert að taka undir kröfu um mannúðarhlé á Gasa nema endurtaka í sömu mund fordæmingu á árás Hamas á Ísrael þann 7. október sl.

Árás Hamas varð 1.400 manns að bana. Í þeim hernaðaraðgerðum sem Ísrael hóf beint í kjölfarið og hafa staðið yfir síðan hafa þegar þetta er ritað 8.000 manns verið drepnir, þar af yfir 3.000 börn. Á laugardag lýstu ísraelsk stjórnvöld því yfir að fyrsta stigi hernaðaraðgerðanna væri lokið og nú myndu þær færast í aukana, í yfirlýstu stríði landsins við samtökin Hamas, sem ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að uppræta.

„Ceasefire now!“ hrópuðu mótmælendur á leið niður Laugaveg þann sama laugardag, „Free! Free Palestine!“ „Free! Free Gaza!“ – og á íslensku: „Frjáls! Frjáls Palestína!“ og „Ekki í okkar nafni!“ Þá heyrðist líka slagorðið „From the River to the Sea, Palestine will be Free!“

Þegar Félagið Ísland-Palestína deildi myndskeiði frá mótmælunum á Facebook fylgdu því einföld skilaboð: Fjölmenni mótmælti heigulshætti ríkisstjórnarinnar í dag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí