Guterres heimsækir landamærastöð að Gasa og þrýstir á Ísrael að hleypa hjálpargögnum á svæðið

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Rafah-landamærastöðina, á mörkum Gasa og Egyptalands, á föstudag, til að þrýsta á um að Ísraelsríki hleypi þeim vörubílar sem bíða nú við landamærin með hjálpargögn inn á svæðið. „Við erum í stöðugum samskiptum við alla aðila málsins, við Egyptaland, Ísrael, Bandaríkin … til að þessir bílar komist á hreyfingu sem fyrst,“ sagði Gutteres við blaðamenn.

Síðar sama dag sendi Guterres frá sér stutta orðsendingu á X/twitter þar sem hann sagði óhugsandi að standa við landamærin án þess að finna til hryggðar. „Hinu megin við þessa múra eru tvær milljónir manna í Gasa án vatns, matar, lyfja og eldsneytis. Hérna megin eru vörubílar með það sem þau þarfnast. Við þurfum að koma þeim af stað – eins fljótt og hægt er, eins mörgum og þarf.“

Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að Egyptaland neiti að opna landamærin til að vistirnar komist til Gasa. Egyptaland sagði á föstudag að af þeirra hálfu sé ekkert til fyrirstöðu, það sé Ísrael sem standi í vegi þess að hjálpargögnin komist til Gasa.

Á Gasa búa 2,3 milljónir manna sem nú hafa verið undir umsátri í tvær vikur, frá áras Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Á meðan þúsundum tonna af sprengjuefni hefur rignt yfir Gasa hafa ísraelsk stjórnvöld lokað landamærunum bæði til og frá: engin manneskja kemst út, engar vistir inn. Matur, vatn, lyf og eldsneyti eru fyrir mörgum dögum síðan orðin af lífshættulega skornum skammti.

Eftir heimsókn Bidens Bandaríkjaforseta til Ísraels fyrr í vikunni var tilkynnt að ísraelsk stjórnvöld myndu heimila 20 vörubílum að fara yfir landamærin frá Egyptalandi til Gasa í dag, föstudag. Þegar þetta er skrifað, og kvölda tekur á svæðinu, hefur enn ekki komið til þess.

Al Jazeera greindi frá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí