Katrín skammaði Áslaugu Örnu eins og barn eftir ríkisstjórnarfundi í morgun

Vinstri græn eru augljóslega sjóðandi reið yfir ræðunni sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti á svokölluðum Sjávarútvegsdegi, sem var á vegum helstu kvótakónga Íslands. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, virðist engin undantekning frá því en hún greinir frá því í viðtali við RÚV að hún hafi skammað Áslaugu Örnu persónulega eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Eins og Katrín lýsir því þá voru þær skammir líkastar því og þegar foreldri skammar barn. Nú eða skammir sem nýgræðingur í pólitík fær þegar hann misstígur sig. En það á auðvitað ekki við um Áslaugu Örnu, enda hefur hún sitið á þingi frá árinu 2016 og verið ráðherra í fjögur ár.

Katrín lýsir því svo: „Áslaug Arna ræddi við mig eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Ég sagði henni þá skoðun mína að stjórnmálamenn sem vilja telja sig vera forystufólk í stjórnmálum og vilja láta taka sig alvarlega, að það sé mikilvægt að þeir vandi sig þegar þeir ræða um samstarfsmenn sína. Það sé gert af ábyrgð og virðingu.“

Þrátt fyrir þetta er Katrín ekki tilbúin að fordæma ræðuna sjálf, og vísar til þess að hún hafi ekki verið þar, þrátt fyrir að myndband af ræðunni fylgdi flestum fréttum. „Nú var ég ekki á staðnum en hef lesið fréttir af þessu erindi. Það er mikilvægt að forystufólk í stjórnmálum vandi sig í ummælum um samstarfsfólk sitt. Það snýst ekki um málefnalegan ágreining eða að fólk sé ósammála, enda er það eitthvað sem liggur ljóst fyrir, heldur skiptir máli hvernig það er gert,“ segir Katrín.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí