Kaupmáttur heimila lækkaði um 5,2 prósent milli ára – Hagstofan leiðréttir fyrri gögn

Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna á dróst saman um 5,2 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil árið 2022. Í gögnum sem Hagstofan birti á mánudag var rýrnunin sögð nema 6,1 prósenti, en daginn eftir birti stofnunin leiðrétt gögn: rétt tala er, segir stofnunin nú, 5,2 prósent. Þessi frétt hefur því verið leiðrétt til samræmis. Kaupmáttarrýrnunin skýrist fyrst og fremst af verðbólgu samkvæmt greiningu Hagstofunnar.

Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust um 7,3 prósent milli tímabilanna, í krónum talið, ekki um 6,2 prósent eins og Hagstofan lét frá sér á mánudeginum. Heildartekjur heimila jukust um 11,6 prósent. Þar vega hæst launatekjur sem hækkuðu um tæp 12 prósent – í krónum talið. Þá jukust eignatekjur um 31 prósent milli þessara tímabila, sem skýrist einkum af vaxtaákvörðunum Seðlabankans, en vaxtatekjur jukust um 60% á tímabilinu. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur jukust um 6,4 prósent, „sem skýrist að mestu leyti af hækkun lífeyristekna um 20% á tímabilinu,“ að sögn Hagstofunnar.

Að teknu tilliti til verðlagsþróunar dróst kaupmáttur saman þrátt fyrir ofangreindar hækkanir. Vísitala neysluverðs hækkaði um 9,4 prósent á tímabilinu. Heildargjöld heimilanna jukust um 17,2% milli fyrrnefndra tímabila, skattgreiðslur um 12% og tryggingagjöld um 8%. Eignagjöld jukust um 59,1% og vaxtagjöld um 61,3%. Þessar hækkanir vega ekki aðeins á móti launaþróun og auknum tekjum heldur snúa henni beinlínis á hvolf, svo úr varð, í heildina, 6,1 prósenta rýrnun á kaupmætti.

Til samanburðar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila saman um 0,1 prósent á árinu 2022, að sögn stofnunarinnar en jókst ekki um 2,4 prósent eins og áður var haldið fram.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí