„Við munum því miður tapa dýrmætum lífum í sjálfsvígum“

,,Við erum því miður ekki með velferðar- og geðheilbrigðiskerfi sem fullnægir þeirri þörf sem við stöndum frammi fyrir í dag og á meðan svo er munum við því miður tapa dýrmætum lífum í sjálfsvígum“, segir Kristín Ólafsdóttir í samtali við Morgunblaðið í dag og ítrekar orsakasamhengið:

,,Við viljum leggja áherslu á að forvarnir gegn sjálfsvígum hefjist strax í æsku… Það þarf að styrkja stoðir velferðar í samfélagi okkar þannig að hlúð sé að fólki allt frá fæðingu með meiri stuðningi við foreldra, öruggu fjárhaglegu og félagslegu umhverfi barna og ungmenna og umhyggju í skólakerfinu.“

Pieta-samtökin héldu stóra ráðstefnu um helgina og kynntu niðurstöður rannsóknar sem staðið hefur frá 2018 og byggir á tölfræði samtakanna frá upphafi. Skýrslan er unnin af Rannsóknum og greiningu. Sláandi orsakasamhengi er á milli félagslegrar stöðu og sjálfsvíga; þeir sem eru á einhvern hátt jaðarsettir, eins og innflytjendur og öreigar eru mun líklegri til að missa lífsvonina. Áfallasaga í æsku er mjög sterkur orsakaþáttur og ber þá hæst kynferðislegt ofbeldi, einelti og fíkn, heilsubrestur og fjárhagsvandræði.

Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna segir að samtökin taki árlega á móti stórum hópi fólks sem getur ekki leitað annað eins og staðan er í dag, því það sé gat í heilbrigðiskerfinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí