Andlega veikt fólk dúsar í fangelsum án úrræða og aðstoðar

Staða fanga og geðsjúkra í íslensku samfélagi er ansi nöturleg. Yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa segir hópa sitja í inni í fangelsi sem ættu alls ekki að vera þar yfirhöfuð vegna andlegra veikinda. Margt hafi breyst til hins betra en úrræði bráðvanti enn og staðan sé slæm.

Matthías Matthíasson, teymisstjóri geðheilsuteymisins segir stöðuna vera erfiða. „Því er ekki að neita. Það er staðreynd og í rauninni er hluti af því skortur á skilningi á því hvernig aðstæðurnar virka.“ Skortur á úrræðum sé helsta vandamálið. „Það vantar sérhæfð úrræði fyrir einstaklinga sem eru í fangelsum. Við erum að sjá fólk dæmt inn í fangelsi sem er kannski með mjög mikinn fíknivanda, er með alvarlegan geðvanda, er í geðrofsástandi og þeim er ætlað að dvelja í fangelsi.“

„Að mínu mati er nokkur hópur einstaklinga sem ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð. Það er mögulegt að viðkomandi ættu að vera í einhvers konar öryggisúrræði en ekki fangelsi vegna þess að viðkomandi þurfa einhvers konar þjónustu og aðstoð,“ sagði Matthías við Vísi, sem vann góða umfjöllun um málið.

Inn í málið koma flóknar spurningar um sakhæfi, í hvaða ástandi einstaklingur var þegar hann framdi afbrot sitt og hvernig það sé metið. Þá er ljóst að langvarandi fangelsisvist gerir illt verra fyrir marga sem eru andlega veikir.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, réttindasamtaka fyrir fanga, segir óeðlilegan hagsmunaárekstur ríkja þegar að sömu geðlæknar og færa mat á sakhæfi fyrir dómstólum og myndu sinna þeim á réttargeðdeild. Þá hefur Guðmundur einnig bent á mikla hnignun sem hann hefur orðið vitni að í andlegri heilsu fanga, sér í lagi á tímum Covid. Mikilvægt sé að hugsa þetta út frá sjónarhóli betrunar.

Þar hittir Guðmundur naglann á höfuðið. Sem samfélag ættum við að velta fyrir okkur hver tilgangurinn sé með fangelsiskerfinu. Auðvitað er refsing og öryggi fyrir samfélagið innbyggt í það kerfi, eðli málsins samkvæmt, en á sama tíma er því að nafninu til ætlað að stuðla að betrun fanga. Með öðrum orðum að beina föngum inn á betri braut en þá sem leiddi þá til þeirra afbrota sem lönduðu þeim í fangelsi. Til þess þarf þó metnað, fjármagn og áætlun. Sálfræðiaðstoð, ýmsar meðferðir og úrræði og stuðning en ekki síst geðheilsuúrræði fyrir þá sem eru andlega veikir, enda ljóst að fangelsisvist þeirra muni ekki skila þeim betrðuðum út í samfélagið á ný.

„Við vöruðum við þessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ sagði Guðmundur.

Afstaða heldur úti fróðlegum þáttum um málefni fanga á Samstöðinni:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí