Bandarísk samtök kæra Joe Biden fyrir aðild að þjóðarmorði á Gasa

Réttindasamtökin Miðstöð stjórnarskrárvarinna réttinda eða Center for Constitutional Rights (CCR) hafa lagt fram kæru á hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að aðild að „þjóðarmorði“ á Gasa. Kæruna lögðu samtökin fram á mánudag, fyrir hönd mannréttindasamtaka í Palestínu og bandarískra ríkisborgara sem eiga ættingja á Gasa.

„Fjöldi leiðtoga ísraelskra stjórnvalda hafa tjáð skýran ásetning um þjóðarmorð og beitt lýsingum á Palestínumönnum til afmennskunar, þar á meðal með ummælum um „skepnur í mannsmynd“, stendur í kynningartexta sem samtökin létu fylgja kærunni. Þau segja að slíkar „yfirlýsingar um ásetning,“ í samhengi við dráp á fjölda Palestínumanna, feli í sér sönnunargögn um framvindu glæpsins þjóðarmorð.

Í umfjöllun Al Jazeera um málið kemur fram að fjöldi lögfræðinga, réttindasamtaka og mannúðarsinna hafi einnig kallað aðgerðir Ísraelsríkis á Gasa þjóðarmorð.

Í kærunni er tilgreint að Bandaríkin séu nánasti bandamaður Ísraels og veiti ríkinu mesta hernaðaraðstoð: frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafi Ísrael tekið við meira magni hergagna frá Bandaríkjunum en nokkurt annað ríki. Þess vegna „gætu Bandaríkin haft fælandi áhrif á þá ráðamenn í Ísrael sem nú leitast við að fremja þjóðarmorð gegn íbúum Palestínu.“

Þess í stað segja samtökin að Biden, ásamt utanríkisráðherranum Antony Blinken og varnarmálaráðherranum Lloyd Austin hafi „hjálpað hinum alvarlegasta glæp áleiðis“ með því að halda áfram að veita Ísrael skilyrðislausa aðstoð á sviði hernaðar og utanríkismála, og grafa samtímis undan viðleitni alþjóðasamfélagsins til að stöðva sprengjuárásir Ísraels á Gasa.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí