Efling býður Grindvíkingum 25 orlofshús sín til afnota

Nú að morgni miðvikudags lét Efling frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið bjóði Grindvíkingum 25 orlofshús þess til afnota meðan þörf er á. Hvert hús rúmar 5–10 manneskjur, kemur fram í tilkynningunni. Um leið þakkar félagið félagsfólki sem hafði bókað dvöl í húsunum um þessar mundir fyrir skilninginni og að vera tilbúið að víkja fyrir annarri notkun þeirra í yfirstandandi neyð.

Orlofshús Eflingar eru á víð og dreif um landið, flest þó í suðvesturhluta þess, frá Hveragerði til Flúða.

Tilkynningin í heild

„Efling rýmir orlofshús vegna náttúruhamfara í Grindavík

Í ljósi þeirrar gríðarlega erfiðu stöðu sem skapast hefur í Grindavík, en allir íbúar bæjarins hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna náttúruhamfara, verða orlofhús Eflingar boðin Grindvíkingum til notkunar meðan þörf er á að beiðni viðbragðsaðila.

Efling býður 25 orlofshús á suðurlandi til afnota fyrir íbúa Grindavíkur. Hvert hús rúmar frá 5 – 10 einstaklinga. Í húsunum er öll helstu heimilistæki að finna. Starfsfólk Eflingar og umsjónarmenn orlofshúsa vinna nú að því að undirbúa orlofshúsin til notkunar. Efling þakkar félagsfólki sem hafði bókað dvöl í umræddum orlofshúsum fyrir skilninginn í þeim erfiðu aðstæðum sem nú ríkja. Útfærsla á úthlutun orlofshúsa er enn í vinnslu, en til að fá úthlutað orlofshús bendir Efling á að hafa samband við Rauða krossinn í síma 570 4000. Ef ekki næst samband við rauða krossinn er hægt að hafa samband við Eflingu með tölvupósti á efling@efling.is

Frekari fregnir um dreifingu orlofshúsa verður deilt á vefsíðu Eflingar þegar þær berast.

Stjórn og starfsfólk Eflingar senda Grindvíkingum hugheilar samstöðukverður.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí