Fleiri trúlausir en trúaðir á Íslandi – Trú á guð hrunið á vakt Agnesar

Samkvæmt nýrri könnun á þjóðtrú og trú Íslendinga þá hefur trú á guð almáttugan hrunið á um 15 árum. Fleiri eru nú trúlausir en trúaðir á Íslandi. Þetta er í þriðja skiptið sem Terry Gunnell, prófessor emeritus í þjóðfræði við Háskóla Íslands, gerir umfangsmikla könnun á trúarlífi Íslendinga en sú síðasta var framkvæmd árið 2007. RÚV greinir frá þessu.

Þó að ekki séu nema 17 ár frá síðustu könnun þá er þó allmikill munur á afstöðu Íslendinga þá og nú. Ári fyrir efnahagshrun þá sögðust 45 prósent Íslendinga trúa því að til væri kærleiksríkur guð sem hægt væri að biðja til. Nú eru þeir ekki nema 25 prósent sem trúa þessu, þó að þetta sé undirstaða Þjóðkirkjunnar og nær allra trúfélaga á Íslandi. Á þessum 17 árum sem það tók kristna trúa að hrynja á Íslandi var Séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup í 11 ár.

Á hinn bóginn er mikil fjölgun í tveimur hópum, þeim sem mætti flokka sem mjúkir og harðir trúleysingjar. Mjúkum trúleysingjum eða efahyggjumönnum, þeim sem sögðust enga fullvissu hafa um guð, fjölgaði úr 11 prósentum í 21 prósent þjóðarinnar. Harðir trúleysingjar eru þó stærsti hópurinn í dag á Íslandi, en þeir sem sögðu að ekki væri til annar guð en sá sem manneskjan hefði sjálf búið til fjölgaði úr 20 í 33 prósent.

Svo eru þrír hópar í viðbót sem annaðhvort er erfitt að flokka eða mjög fáir tilheyra þeim. Til að mynda segja þeir sem segja að guð hljóti að vera til annars hefði lífið engan tilgang. Þeir sem trúa því í dag eru um 4 prósent en þeir voru ekki margir heldur árið 2007. Voru þá 8 prósent þjóðarinnar.

Svo eru það bókstafstrúarmenn. Þeir hafa alltaf verið fámennur hópur á Íslandi og halda áfram að vera það. Árið 2007 voru einungis 2 prósent sem trúðu því að guð hafi skapað heiminn og stýrt honum. Þeir eru í dag um 1 prósent þjóðarinnar.

Að lokum eru það þeir sem eru annað hvort með valkvíða eða hafa ekki sett sig inn í þessi mál. Nú eða þeir sem trúa einhverju mjög framandi, þeir sem segja að ekkert af framantöldu eigi við þeirra skoðun. Líklega er það hópurinn sem stendur mest í stað. Þau eru í dag 15 prósent en voru 17 prósent árið 2007.

Í viðtali við RÚV nefnir Terry Gunnell nokkrar ástæður sem, að hans mati, hafa valdið þessum snöggu siðaskiptum landsmanna. „Ástæða þess er líklega fyrst og fremst þessi hneyksli sem hafa átt sér stað, ekki bara á Íslandi heldur í öðrum löndum á Írlandi og í kaþólsku kirkjunni,“ segir Terry. Hann segir það þó ekki endilega einu ástæðuna. „Í skólunum er minni áhersla á kristna trú en var fyrr á árum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí