Hafnarverkamenn í Barcelona neita að afgreiða skip sem flytja hergögn til Ísraels

Hafnarverkamenn í Barcelona tilkynntu á þriðjudag að þeir neiti þeim skipum um hafnarþjónustu sem bera hergögn, að þeir hafni ofbeldinu sem Ísrael beitir á hernumdu svæðunum og að þeir saki Sameinuðu þjóðirnar um bregðast hlutverki sínu.

Verkamennirnir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu til stéttarfélags síns að það sé skylda þeirra að lúta og verja Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, á tímum þegar löndin sem undirrituðu hana hafa gleymt henni.

Í yfirlýsingu þeirra má lesa: „Við ákváðum í sameiningu að leyfa ekki skipum sem flytja hergögn neina starfsemi í höfn okkar, með það eitt að augnamiði að verja hvaða óbreyttu borgara sem er, óháð staðsetningu þeirra, þar sem ekkert réttlætir að óbreyttum borgurum sé fórnað.“

Í yfirlýsingunni var kallað eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa, að leitað verði friðsamlegra lausna á átökunum og að Sameinuðu þjóðirnar láti af samsekt sinni og gáleysi og verji alþjóðalög.

Stéttarfélög í Belgíu taka sömu afstöðu

Í frétt Middle East Monitor um málið kemur fram að viku fyrr hafi stéttarfélög verkafólks í flutningastarfsemi í Belgíu skorað á félagsmenn sína að taka ekki þátt í flutningum hergagna á leið til Ísraels. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu belgísku stéttarfélögin: „Á meðan þjóðarmorð á sér stað í Palestínu annast verkamenn á fjölda flugvalla í Belgíu vopnaflutninga til vígvallarins.“

Talsmaður belgískra stjórnvalda neitaði að svara spurningum um hvort vopn væru flutt gegnum landið til átakasvæðisins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí