Jón í Leifsstöð þegar palestínsku móðurinni var hent úr landi

Valdið hefur nú varið sig í brottflutningsmálum með opinberum kerfum sér til stuðnings og Jón Gunnarsson aðalhöfundur ómannúðlegrar stefnu í útlendingamálum vill ekki tjá sig hvorki um mál palestínsku móðurinnar né lögin almennt.  Honum eru forréttindi sín til friðhelgi og ferðafrelsis efst í huga.  

Í nótt þegar enn sást hvorki tangur né tetur af palestínsku móðurinni sem var líklega brottflutt með börnin sín í morgun var Jón Gunnarsson fyrrum dómsmálaráðherra að koma úr flugi. Jón var m.a. spurður hvort honum þætti nýju útlendingalögin sem hann kom á vera mannúðleg.  Hann vék sér undan spurningum blaðamanns.  

Starfsmenn ISAVIA mættu síðar á vettvang og bönnuðu blaðamanni að taka myndir á flugstöðinni án leyfis.  Þegar spurt var um hvert væri hægt að sækja um leyfi var svarið að það væri á skrifstofutíma en nú væru allir heima sofandi.  Þegar blaðamaður minnti á réttinn til fréttaflutnings og upplýsingaskyldu til almennings og minnti á mál Hussein fjölskyldunnar fyrr á árinu var hann sakaður um hótanir í garð ISAVIA. Lögreglan af Suðurnesjum var mætt á vettvang skömmu síðar.  Þar fengust þær upplýsingar að  innan flugstöðvarinnar væri tveggja herbergja íbúð sem líklega væri notuð í brottflutningstilfellum sem þessum.  

Athygli vekur að nú er ekki nokkur leið fyrir fjölmiðla eða fulltrúa mannréttindasamtaka að fylgjast með brottvísunum sem þessum og tryggja að ekki sé brotið á fullorðnu fólki, fötluðu fólki og veiku, hvað þá börnum.  Valdið hefur varið sig og opinberir starfsmenn taka þátt í ómannúðlegum aðgerðum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí