Mótmæli vegna Gasa á málþingi um mannréttindi í stjórnarskrá

Forsætisráðuneytið boðaði í dag, mánudag, til málþings í samvinnu við þrjá háskóla, undir yfirskriftinni „Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar?“ Málþingið fór fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík, og er raunar enn í gangi þegar þetta er skrifað. Á málþinginu er rætt um greinargerð Róberts Spánó, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerðar Sólnes, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, um hvort þörf sé á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á málþinginu.

Ólafur Ólafsson, Salvör Þórarinsdóttir og Margrét Blöndal voru á meðal fundargesta. Á málþinginu, undir ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, réttu þau og fleiri upp rauðmálaðar hendur, eins og mótmælendur hafa gert á fundum ráðamanna í Bandaríkjunum, til áminningar um blóðbaðið á Gasa og kröfugerðar um vopnahlé. Að sögn viðstaddra tóku einhverjir úr hópi fundarmanna undir mótmælin og klöppuðu fyrir aðgerðinni.

Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og fundarstjóri á málþinginu sussaði á mótmælendur og sagði fundinn snúast um annað. Róbert Spánó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, „kunni sig betur“, sagði heimildamaður blaðamanns, „og tók undir með því að segja að rétturinn til að mótmæla sé mikilvægur og að hann sé virtur eða að við höfum hann.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí