ÖBÍ fagnar tillögu um hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyris

ÖBÍ réttindasamtök fagna þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyrisþega, sem Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælti fyrir á Alþingi í september. Þetta kemur fram í umsögn sem samtökin skiluðu um tillöguna fyrir helgi.

Ef tillagan yrði að ályktun í höndum þingsins fæli hún í sér að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir árslok, í þremur liðum, sem sameiginlega fælu í sér að bæði lífeyrisgreiðslur og skattar á launatekjur miðist við 400.000 króna lágmarksframfærslu á mánuði: lífeyrisgreiðslur verði ekki lægri en svo og þar liggi skattleysismörk á tekjur.

39% meðlima ÖBÍ ver yfir helmingi tekna í húsnæði

Hliðstæðar tillögur hafa áður komið fram, en þó ekki í nákvæmlega þessari mynd. Á síðasta þingi mælti Inga Sæland fyrir frumvarpi um skattleysi launatekna undir 350.000 krónum. Í þeirri tillögu var ekki fjallað um viðmið fyrir lífeyrisgreiðslur.

Í umsögninni tekur ÖBÍ undir með flutningsmönnum tillögunnar um að lífeyristakar hafi setið eftir við kjarabætur síðustu ára og að nauðsynlegt sé að setja raunhæf viðmið um viðunandi framfærsluþörf fólks til lengri tíma.

Þar segir að hækkun húsnæðiskostnaðar komi „verst við tekjulágt fólk sem ver stærstum hluta tekna sinna í húsnæðiskostnað.“ Samkvæmt rannsókn ÖBÍ greiða 39% félagsmanna meira en helming ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Tæp 12% greiða meira en 75% ráðstöfunartekna sinna fyrir húsnæði.

Athugasemd við að tvö mál séu gerð að einu

ÖBÍ gerir þá athugasemd að betur hefði farið á því að halda tveimur málum þingsályktunartillögunnar aðgreindum: „Í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu eru sett saman tvö þingmál annars vegar um lágmarksframfærslu almannatrygginga og hins vegar um skattleysi launatekna í þeim tilgangi að tryggja að lífeyristakar með fullan lífeyri almannatrygginga fá útborgað 400.000 kr. Það er mat ÖBÍ réttindasamtaka að það hefði farið betur að halda þessum tveimum þingmálum aðskildum.“

Eftir sem áður hvetja samtökin „þingmenn alla sem einn að sameinast um þessa tillögu þannig að fjármunum verði forgangsraðað til að tryggja öllum lífeyrisþegum mannsæmandi framfærslu. Í stað þess að tryggja rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífskilyrða án mismununar vegna fötlunar, eins og áskilið er samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hefur staðan verið sú að það verður að teljast ávísun á fátækt og jaðarsetningu að missa heilsuna, slasast alvarlega eða vera með meðfæddar skerðingar. Þessu þarf að breyta.“

Umsögn ÖBÍ.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí