Franskir listamenn úr öllum þjóðernis- og trúarbragðahópum komu saman í París í gær haldandi á ólífutrjágreinum og hvítum borðum til að minna á kröfuna um frið milli Ísraela og Palestínumanna og jafnframt frið frá óeirðum í Frakklandi. Frægar kvikmyndastjörnur eins og Isabelle Adjani og Emmanuelle Beart gengur í fararbroddi frá Arabísku menningarmiðstöðinni í átt að safni Gyðingdómsins hinu megin við Signu. Í umfjöllun Le Monde er því lýst hvernig listamennirnir sameinuðust í algerri þögn til að minna á kröfuna um frið.
Yfirbragð göngunnar var mun friðsamara en annarrar göngu daginn áður en þá komu mótmælendur saman til að krefjast vopnahlés, pró-palestínskir mótmælendur og eftirlifendur úr útrýmingarbúðum seinni heimstyrjaldar ásamt ungum gyðingum, allir að biðja um vopnahlé. Mótmælendur úr öllum áttum virðast því sameinast í kröfu um vopnahlé, sumir í þögn, aðrir í söng og sumir í háværum köllum.
Forseti Frakklands Macron er talinn verða æ diplómatískari í ummælum sínum og viðræðum því hann sætir gagnrýni úr öllum áttum. Hann ræddi við forsætisráðherra Ísraels Netanyahu og Abbas, forseta Palestínu og þrýsti á um vopnahlé. Þykir stjórnskýrendum sem krafan um vopnahlé sé að verða að sameiginlegri kröfu ólíkustu hópa.