Listamenn sameinast í þögn til áminningar um frið


Franskir listamenn úr öllum þjóðernis- og trúarbragðahópum komu saman í París í gær haldandi á ólífutrjágreinum og hvítum borðum til að minna á kröfuna um frið milli Ísraela og Palestínumanna og jafnframt frið frá óeirðum í Frakklandi. Frægar kvikmyndastjörnur eins og Isabelle Adjani og Emmanuelle Beart gengur í fararbroddi frá Arabísku menningarmiðstöðinni í átt að safni Gyðingdómsins hinu megin við Signu. Í umfjöllun Le Monde er því lýst hvernig listamennirnir sameinuðust í algerri þögn til að minna á kröfuna um frið. 

Yfirbragð göngunnar var mun friðsamara en annarrar göngu daginn áður en þá komu mótmælendur saman til að krefjast vopnahlés, pró-palestínskir mótmælendur og eftirlifendur úr útrýmingarbúðum seinni heimstyrjaldar ásamt ungum gyðingum, allir að biðja um vopnahlé.  Mótmælendur úr öllum áttum virðast því sameinast í kröfu um vopnahlé, sumir í þögn, aðrir í söng og sumir í háværum köllum.

Forseti Frakklands Macron er talinn verða æ diplómatískari í ummælum sínum og viðræðum því hann sætir gagnrýni úr öllum áttum. Hann ræddi við forsætisráðherra Ísraels Netanyahu og Abbas, forseta Palestínu og þrýsti á um vopnahlé. Þykir stjórnskýrendum sem krafan um vopnahlé sé að verða að sameiginlegri kröfu ólíkustu hópa. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí